Saga - 1986, Síða 17
UM FJÖLSKYLDUSÖGURANNSÓKNIR
15
„íjölskylda" í nútímamerkingu í íslensku ritmáli er að finna í ævi-
sögu Bjarna Pálssonar eftir Svein Pálsson (útg. 1800). Par er m.a.
komist svo að orði: „ad taka ad sér, ofan á fjölskyldu sína og fæda
á heimilinu uppgéfna karla og kerlingar." Magnús Stephensen
segir í riti sínu Hjálmar á Bjargi: „hversu má þá bændastétt rósöm-
ustu heita, hvar allt lífsuppheldi hennar fjölskyldu má ablast með
þungu erfidi." Nútímamerking hugtaksins hefur þó verið til fyrr
í íslensku talmáli, því Jón Grunnvíkingur segir að í máli alþýð-
unnar geti hugtakið merkt „familia domestica“.
Meðal þess sem sagnfræðingar hafa athugað í tengslum við
sögu fjölskyldunnar er giftingaraldur, hjúskaparhlutföll, frjó-
semi,12 ungbarnaeldi og ungbarnadauði,13 dánarorsakir í bænda-
samfélaginu og borgarsamfélagi iðnbyltingarinnar, verkefni fjöl-
skyldunnar í þéttbýli og dreifbýli og svo mætti lengi telja. Þessu
hafa tengst athuganir á viðhorfunr til dauðans, til barna, athuganir
á „hjónabandsmarkaðinum" á fyrri öldum, hvernig fólk kynntist
og stofnaði til hjónabands og ýmsum ytri skilyrðum fyrir hcimil-
isstofnun, svo sem efnahagslegum, vistfræðilegum og lagalegum
tálmum, sem gátu orðið á vegi fólks, er gjarnan vildi stofna til fjöl-
skyldu.
Hér er ekki unnt að gera öllum þessum þáttum skil og hef ég
því kosið að binda umfjöllun mína við rannsóknir á fjölskyldu- og
heimilisstærðum og formgerð fjölskyldunnar á fyrri öldum. Þetta
er eitt þeirra rannsóknarefna, sem hvað mestur styr hefur staðið
um frá því að þeir Peter Laslett og Richard Wall frá rannsóknar-
hópnum í Cambridge gáfu út ritgerðabindi fjölmargra höfunda
með titlinum Household and Family in Past Time árið 1972. í riti
þessu birtust rannsóknarniðurstöður um stærð og gerð fjölskyld-
unnar í Englandi, Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Ítalíu, Korsíku,
Serbíu, Japan og Bandaríkjunum. Tímabilið sem fjallað var um
12. Gísli Gunnarsson hefur birt athugun á frjósemi og giftingartíðni á íslandi í rit-
gerð sinni I crlilily and Nuptiality in Iceland’s Demographic History (Meddelande
frán ekonomisk-historiska institutionen Lunds universitet, nr. 12), Lund 1980.
13. Loftur Guttormsson hefur fengist við athuganir á þessum efnum hérlendis og
birt um þær ritgerðina „Barnaeldi, ungbarnadauði og viðkoma á íslandi 1750-
1860“. í Athöfn og orð. Afmœlisrit helgað MatthíasiJónassyni, Rvík 1983. Sjájafn-
framt ritið Bemska, ungdómur og uppeldi á einveldisóld. Tilraun til félagslegrar og
lýðfrœðilegrargreiningar (Ritsafn Sagnfræðistofnunar 10), Rvík 1983.