Saga - 1986, Page 18
16
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
náði frá 16. öld fram á þessa öld, þótt tímaviðmiðanir væru mjög
breytilegar eftir ritgerðum. f inngangi að riti þessu setti Laslett
fram skilgreiningu á hugtakinu fjölskylda og ýmsar kenningar um
ráðandi fjölskyldustærðir og fjölskyldugerðir í Evrópu á tímabil-
inu 1600-1900. Meginniðurstaða hans var í sem stystu máli sú, að
fjölskyldan í Evrópu hefði víðast tekið á sig kjarnafjölskyldusnið
fyrir iðnbyltinguna og að áhrif iðnbyltingar og þéttbýlismynd-
unar á breytt eðli og stöðu fjölskyldunnar, stærð hennar og gerð
á 19. öld hefðu verið stórlega ofmetin í fyrri ritum.
Nú hafði marga rennt grun í að „goðsögnin" um stórfjölskyld-
una í bændasamfélaginu hefði við lítil rök að styðjast. Á 19. öld
hafði Le Play sett fram kenningu sína um að stofnfjölskyldan
(tveggja kjarna fjölskyldan — „the stem family“) hefði verið ráð-
andi formgerð fjölskyldunnar á fyrri öldum. Elsti sonur hefði að
öðru jöfnu oftast stofnað til fjölskyldu í skjóli foreldra sinna og
tekið við búsforráðum þegar þeir voru orðnir rosknir. Þá settust
þeir í helgan stein í horninu hjá syni sínum og fengu oftast ákveð-
inn hundraðshluta afafrakstrijarðarinnar sér til framfærslu. Þetta
skipulag, sem á margan hátt tryggði viðgang samfélagsgerðar
bændasamfélagsins, taldi Laslett að hefði aldrei mótað formgerð
fjölskyldunnar í Evrópu að því marki sem ýmsir höfðu haldið
fram á eftir Le Play, þótt vissulega mætti finna þessa fjölskyldu-
gerð á afmörkuðum svæðum í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu.
Laslett grundvallaði rannsóknir sínar og kenningar einkum á
úrvinnslu upplýsinga úr manntalsgögnum, herkvaðningarlistum,
skattskrám o.s.frv. Kenningar hans mættu þegar talsverðri gagn-
rýni. Lutz K. Berkner, sem ritað hafði ítarlega grein um niður-
stöður fjölskylduendurgerðar í héraði í Austurríki,14 þar sem
stofn^ölskyldan var ráðandi, taldi heimildir Lasletts í eðli sínu
vera varhugaverðar í grein sem hann nefndi „The Use and Misuse
of Census Data“,15 auk þess sem þær leyfðu ekki að dregnar væru
ýmsar þær ályktanir, sem mynduðu kjarnann í kenningum
14. Lutz K. Berkner, „The Stem Family and the Developmental Cycle of the Peas-
ant Household: An Eighteenth-Century Austrian Example", American Histor-
ical Review 1972, bls. 398-418.
15. Lutz K. Berkner, „The Use and Misuse ofCensus Data for the Historical Ana-
lysis of Family Structure", Journal of Interdisciplinary History, 5. árg. nr. 4,
1975, bls. 721-738.