Saga - 1986, Page 19
UM FJÖLSKYLDUSÖGURANNSÓKNIR
17
Lasletts. Berkner benti á að manntöl og sambærilegar heimildir
um fólksfjölda (sem unnt væri að taka mark á, en svo væri alls ekki
um allar heimildir Lasletts) sýndu aðeins fjölskylduna á ákveðnum
punkti á þróunarferli sínum. Par sem gögn Lasletts gæfu sjaldnast
upp aldur fólks væri engin leið að átta sig á því hvar einstakar fjöl-
skyldur væru staddar á þróunarferlinum. í ritgerð sinni um stofn-
fjölskylduna í Austurríki sýndi Berkner fram á að þörf fyrir
vinnuafl á bændaheimilum réðst meðal annars af aldri húsráðanda
og barna hans og að heimilisstærð gæti verið mjög mismunandi á
sömu jörðinni eftir því hvar á þróunarferli sínum fjölskyldan væri
stödd. Berkner fann skilgreiningu Lasletts á fjölskyldunni einnig
ýmislegt til foráttu og fleiri tóku undir þá gagnrýni hans, eins og
síðar verður rætt.
í svari við gagnrýni Berkners taldi Laslett fjölskylduendurgerð
hafa ótvírætt gildi þegar tök væru á góðum heimildum. Hann taldi
hins vegar að enskar kirkjubækur og aðrar fólksfjöldaheimildir
gæfu ekki tilefni til Qölskylduendurgerðar í sama mæli og sam-
bærilegar heimildir víða á meginlandi Evrópu.16 Aðferð fjöl-
skylduendurgerðar hefur verið beitt með ágætum árangri víða á
Norðurlöndum. Sænski sagnfræðingurinn Christer Winberg beitti
henni t.d. í ágætri doktorsritgerð er hann nefndi Folkökning och
proletarisering.'7 Sune Akerman hefur rætt kosti aðferðarinnar og
galla í nokkrum ritgerðum.18 Poul Thestrup hefur notað aðferðina
við úrvinnslu úr dönskum heimildum. Hann komst m.a. að þeirri
niðurstöðu að þótt „families of low geographical mobility stand a
far greater chance of being included in the sample than others"
16 Peter Laslett, „Introduction". í Peter Laslett with the assistance of Richard Wall
(ritstj.), Household and Family..., bls. 32-33. Sama skoðun er ítrekuð í E.A.
Hammel og Peter Laslett „Comparing Household Structure Over Time and
Between Cultures", Comparative Studies in Society and History, 16. árg. 1974,
bls. 73-109.
'7. Christer Winberg, Folkökning och proletarisering. Kring den sociala strukturom-
vandlingen pá Sveriges tandsbygd under den agrara revolutionen, Göteborg 1975.
18. Sjá t.d. Sune Ákerman, „An Evaluation of the Family Reconstitution Techn-
ique“, The Scandinavian Economic History Review, XXV, 1977, nr. 2, bls. 160-
170. „Computerized Family Reconstruction: A Preliminary Report". í Werner
Conze (ritstj.), Sozialgeschichteder Familie in der NeuzeitEuropas, Stuttgart 1976,
bls. 183-196.