Saga - 1986, Page 22
20
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
Félags- ogfólksfjöldaþróun Í801-Í930
Fram um 1860 var ísland strjálbýlt landbúnaðarsamfélag, þar sem
atvinnu- og búsetuhættir höfðu lítt breyst um aldir. Flestir lands-
menn höfðu atvinnu sína af landbúnaði, sem nær eingöngu var
bundinn við kvikfjárrækt, auk þess sem bændur við sjávarsíðuna
drýgðu tekjur sínar með því að gera út litla, opna báta á vertíðum.
Tiltölulega fámenn stétt tómthúsmanna og húsmanna hafði sjáv-
arútveg að aðalatvinnu sinni. Tómthúsbyggðin var mest um suð-
vestanvert og vestanvert landið, einkum á Reykjanesskaga og
Snæfellsnesi.
Efnahags- og lífsskilyrði á íslandi voru næsta frumstæð allt fram
yfir miðja 19. öld. Sóttir og hallæri surfu að þjóðinni fyrr á öldum
og hjuggu iðulega stór skörð í raðir landsmanna. 18. öldin var
einna erfiðust þjóðinni að þessu leyti. Nýlendustjórn Dana og
harðæri í lok 17. aldar hafðium aldamótin 1700nálegaleitt til full-
komins efnahagshruns í landinu. Þrátt fyrir ýmsar tilraunir stjórn-
valda í Kaupmannahöfn og íslenskra embættismanna til úrbóta,
miðaði efnahagslegu endurreisnarstarfi lítt fram á 18. öld, enda
var það einatt næsta ómarkvisst.1
Árið 1703 var fyrst tekið manntal á íslandi. Samkvæmt því voru
landsmenn þá 50358 talsins. Árið 1801 voru þeir hins vegar 47812
að tölu.2 Þessi mannfækkun segir e.t.v. flestu öðru meira um
almenna hagi þjóðarinnar á 18. öld. Þrjú mannfellisskeið eru
greinilegust í fólksfjöldaþróun íslands á 18. öld, árin 1707-1708,
1754—1759 og 1783-1786. Á fyrsta og síðasta skeiðinu féllu um og
yfir 20% landsmanna hvoru sinni. Eftir 1820 varð mannfjölgun í
landinu hæg og jöfn fram um 1870, en á tímabilinu 1870-1900
fjölgaði landsmönnum lítt, einkum vegna Vesturheimsferða.
Árið 1870 voru íslendingar 70031 talsins, 78641 árið 1901, en er
1. Þorkell Jóhannesson, „Skúli Magnússon og Nýju Innréttingarnar", Lýðir og
landshagir II, Rvík 1966, bls. 93-94. Nýjasta og jafnframtfrumlegasta rit hingað
til um íslenska hagþróun á 17. og 18. öld er doktorsrit Gísla Gunnarssonar,
Monopoly Trade and Economic Stagnation: Stitdies in the Foreign Trade of lceland
1602-1787, Lund 1983.
2. Tölfrœðihandbók 1974. Hagskýrslur íslands II, 63, Rvík 1976, bls. 8—9.