Saga - 1986, Qupperneq 23
21
UM FJÖLSKYLDUSÖGURANNSÓKNIR
kom fram á þessa öld varð fólksfjölgun mun örari. íslendingar
voru 108629 talsins árið 1930, 144293 árið 1950 og 204578 árið
1970.3
Árið 1703 voru heimili á landinu 8191 talsins og 6,5 manns í
heimili að meðaltali. Á 18. öld stóð fjöldi heimila að mestu leyti í
stað og voru að meðaltali 6,38 manns í heimili árið 1801.4 Þessar
meðaltalstölur eru nokkru hærri en algengast var í löndum Evr-
ópu á 18. öld.5 Fólksfjöldaþróun á íslandi á 19. öld stuðlaði að enn
meiri meðalstærð heimila fram um 1880. Fyrir þessu voru þrjár
meginorsakir:
a) Péttbýlismyndun. Þótt greina megi vísi að þéttbýlismyndun á
landinu þegar á 18. öld, t.a.m. í Reykjavík, á utanverðu Snæfells-
nesi og víðar,6 setti þéttbýlismyndun lítt mark sitt á íslenska þjóð-
félagsgerð fyrr en kom fram á síðustu áratugi 19. aldar. Árið 1860
hjttggu aðeins 3% landsmanna í bæjum og þorpum, 12% árið
1890 og 44% árið 1920.7 í stærsta bænum, Reykjavík, bjuggu 307
manns árið 1801, 1.444 árið 1860, 6.682 árið 1901 og 11.600 árið
1910.8 Þéttbýlismyndun varð því býsna ör eftir 1890, oghafðiþað
veruleg áhrifá stærð og innri gerð íslensku fjölskyldunnar, eins og
síðar verður rætt. Alla 19. öld ríkti fremur fjandsamlegt viðhorf
nieðal bænda til þéttbýlis. Bæir og þorp voru álitin spillingarbæli,
sem spilltu siðferði, drægju úr dugnaði fólks og græfu undan
helstu stoðum þjóðfélagsins.9 Þessi viðhorf settu og mark sitt á
alla félagsmála- og atvinnustéttalöggjöf, eins og nú skal að vikið.
3- Sama rit, bls. 9-10.
4- Sama rit, bls. 34. Ennfremur Loftur Guttormsson, Bernska, ungdómur og
uppeldi..., bls. 119-132.
5. Sjá ýmsar ritgerðir í Peter laslett with the assistance of Richard Wall (ritstj.),
klousehold and Family... Michael Mitterauer og Sieder, The Europeanfamily...,
bls. 24-47.
6- Björn Teitsson, „Islandske kjöpsteder 1600-1860“. 1 G.A. Blom (ritstj.),
Urbaniseringsprosessen i Norden 2, Oslo 1977, bls. 90-99.
1 ■ Um þéttbýlismyndun á Islandi á þessu skeiði er m.a. fjallað í Ólafur Ragnar
Grímsson og Þorbjörn Broddason, íslenska þjóðfélagið, Rvík 1978, bls. 165.
Helgi Skúli Kjartansson, „Vöxtur og myndun þéttbýlis á Islandi 1890-1915“,
Saga XVI, 1978, bls. 151-174.
8. Töfrceðihandbók 1974..., bls. 14-15.
9- Ólafur Ragnar Grímsson og Þorbjörn Broddason, íslenska þjóðfélagið, bls. 34.