Saga - 1986, Page 25
UM FJÖLSKYLDUSÖGURANNSÓKNIR
23
Samkvæmt þeim lögum sem giltu um vinnuhjú mikinn hluta
19. aldar, bar öllum sem orðnir voru 16 ára að aldri og ekki dvöld-
ust á heimili foreldra sinna, bjuggu hvorki í sjálfstæðri heimilis-
stöðu né höfðu leyfi til hús- eða lausamennsku að ráða sig sem
vmnuhjú hjá bændum til árs í senn.15 Þessi löggjöf sá bændum
fyrir stöðugu framboði á tiltölulega ódýru vinnuafli meðan unnt
var að framfylgja henni og öðrum þáttum vinnustéttalöggjafar-
innar.
Árið 1824 var gefin út tilskipun um bann við öreigagiftingum
°g var það raunverulega eini lagalegi tálminn sem lagður var á
hjúskaparstofnun í landinu. Samkvæmt tilskipuninni var fólki,
sem stóð f skuld fyrir sveitarstyrk, sem hafði verið þeginn á síð-
ustu 10 árum fyrir væntanlega hjúskaparstofnun, meinað að ganga
t hjónaband nema með leyfi sveitarstjórnar. Báru prestar ábyrgð á
að slíkt fólk fengi ekki hjónavígslu.16 Þessi ábyrgð, og þau viður-
lög
sem voru við að gifta fólk í trássi við tilskipunina, urðu
ymsum prestum þyrnir í augum er kom fram um aldamótin 1900
°g sókn fólks til sjávarsíðunnar varð meiri og búsetuskipti tíðari,
þannig að erfiðara varð fyrir presta að henda reiður á fortíð sókn-
arbarna sinna. Milliþinganefnd í fátækramálum sem starfaði á
árunum 1902—1905 barst af þessu tilefni ósk frá prestum í Skaga-
Qarðarsýslu, sem fóru þess á leit, að prestar yrðu einungis gerðir
ábyrgir fyrir að gifta ekki fólk sem stæði í skuld fyrir sveitarstyrk,
sem þeginn hefði verið síðustu 5 ár fyrir hjónavígsluna. Var
þessum reglum breytt í samræmi við óskir prestanna með fá-
tækralögunum 1907.17
c) Náttúmleg takmörk byggðar. Ýmsar ytri aðstæður, svo sem
veðurfar, náttúrugæði og landfræðileg lega, takmörkuðu út-
þenslu byggðar í íslenska búnaðarsamfélaginu. Árið 1703 voru
heimili á landinu 8191 talsins, eins og fyrr er að vikið. Árið 1880
hafði heimilum aðeins fjölgað í 9796,18 þrátt fyrir verulega fólks-
íjölgun í landinu og upphaf þéttbýlismyndunar. Því hefur verið
15- Lovsamlingfor Island XIX, Kh. 1885, bls. 386-395.
16‘ Lovsamlingfor Island VIII, Kh. 1858, bls. 539.
'7. Gísli Ágúst Gunnlaugsson, „Milliþinganefnd í fátækramálum 1902—1905“,
Saga XVI, 1978, bls. 100. Sjá og aftanmálsgrein 4.
1Manntal á íslandi 2. desember 1930. Hagskýrslur íslands 92, Rvík 1937, bls. 35.