Saga - 1986, Blaðsíða 26
24
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
haldið fram að um 1870 hafi landið ekki getað framfleytt fleira
fólki, að óbreyttum búskapar- og atvinnuháttum, en þá bjó í
sveitum þess (um 70.000 manns).19 Fólksfjölgun á landinu á 19.
öld hafði um 1860 leitt til þess að allar byggilegar jarðir voru setnar
og heiða- og afdalabyggð í hámarki. Mannfjöldaþróunin leiddi
einnig til atvinnuleysis í landinu, sem m.a. kom fram í stór-
auknum fjölda þurfamanna árunum 1855-1870. Þar sem jarðnæði
var forsenda heimilis- og fjölskyldustofnunar í búnaðarsamfélag-
inu, mátti stór hluti vinnufólks sæta því hlutskipti að vera „félags-
lega ófrjótt“, eins og sagnfræðingur einn komst að orði í erindi,
þar sem það gat ekki skapað sér þau efni og ytri aðstæður, er gerðu
því kleift að stofna til fjölskyldu.2"
Fólksfjöldaþróun og lítil fjölgun heimila á íslandi á 19. öld leiddi
því til meðalstækkunar heimila á landinu. Árið 1860 voru að með-
altali 6,97 manns á heimili og 7,4 árið 1880.21 Hinir þröngu mögu-
leikar þess að stofna til fjölskyldu og heimilis gerðu það og að
verkum að tala vinnuhjúa á íslenskum heimilum var á 18. og 19.
öld mun hærri en í nokkru öðru landi Evrópu, eins og Laslett
hefur m.a. bent á.22 Að meðaltali munu um 25% landsmanna hafa
verið vinnuhjú á 19. öld og á síðari hluta aldarinnar munu um 35-
40% þeirra sem voru yfir 15 ára aldri hafa haft þessa þjóðfélags-
stöðu.23
Þau atriði sem hér hafa verið talin réðu mestu um þróun heim-
ilisstærðar og heimilisgerðar á íslandi fram um 1870/80. Eftir 1870
tók að gæta umtalsverðra fólksflutninga af landi brott til Vestur-
heims (a.m.k. 12.000 manns fluttust vestur fram til aldamóta24).
19. Magnúsjónsson, Saga íslendinga IX, 2, Rvík 1958, bls. 347.
20. Um fjölda þurfamanna, sjá Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Ómajjur og utangarðsfólk,
bls. 101-106. Helgi Skúli Kjartansson komst svo að orði um vinnuhjú í fyrir-
lestri er hann nefndi „Húsbændur og hjú í fólksfjöldasögu íslands" og flutti á
aðalfundi Sögufélags 1980.
21. Manntal á íslandi 2. desember 1930, bls. 35.
22. Peter Laslett, „Introduction". í Peter Laslett with the assistance ofRichard Wall
(ritstj.), Household and Family..., bls. 26 og 56-57.
23. Guðmundur Jónsson, Vinnuhjú á 19. öld (Ritsafn Sagnfræðistofnunar 5), Rvík
1981, bls. 11-12.
24. Helgi Skúli Kjartansson, Vestuifarir af íslandi. Óprentuð kandídatsritgerð í
sagnfræði við HÍ1976, Hbs. Sami höfundur, „Emigrant Fares and Emigration
from Iceland to North America, 1874-1893“, The Scandinavian Economic Hist-
ory Review, XXVIII, nr. 1, 1980.