Saga - 1986, Page 27
25
UM FJÖLSKYLDUSÖGURANNSÓKNIR
Fólk freistaði þeirrar gæfu vestra, sem svo mörgum reyndist tor-
velt að höndla á íslandi, m.a. vegna takmarkaðra möguleika á fjöl-
skyldu- og heimilisstofnun og þeirra lagalegu tálma, sem lagðir
voru á atvinnufrelsi manna og búsetuval. í þeim tilvikum að fólki
tókst að rísa úr vinnuhjúastétt og stofna til sjálfstæðra búsforráða,
yar það oftast svo illa efnum búið að því stóðu einvörðungu til
boða kostarýrar jarðir. Lítið mátti því út af bera til að þetta fólk
yrði að hrökklast frá búhokri sínu og leita á ný í stöðu vinnuhjúa,
°g einatt beið slíks fólks hlutskipti þurfamanna.
Á síðustu áratugum 19. aldar tóku þeir þjóðfélagshættir sem
lýst er hér að framan mjög að breytast, einkum með vexti þil-
skipaútgerðar, sem olli hreinni byltingu í sjávarútvegi víða um
land. Þilskipaútgerðin hafði ekki einasta í för með sér stóraukinn
sjavarafla, hún kallaði einnig á breytta atvinnu- og búsetuhætti við
sjávarsíðuna. Nú varð þörf fyrir tryggt vinnuafl í landi til að gera
að afla, sjá um viðhald á skipum og veiðarfærum og um leið varð
þörf fyrir ýmiss konar þjónustu. Undir lok aldarinnar tóku þorp
við sjávarsíðuna því að vaxa örar en áður. Fólk flykktist að
sjonum, oft í trássi við atvinnustéttalöggjöfina, í von um betri lífs-
afkomu þar.
Vafalaust má rekja upphaf nýsköpunar („móderniseringar“)
íslenskrar samfélagsgerðar til þessara ára. Miklar umræður urðu á
þingi um aldamótin um atvinnustéttalöggjöfina, sem ýmsir hinna
yngri þingmanna töldu úrelta orðna, takmarka atvinnufrelsi
nianna og hindra eðlilega þjóðfélagsþróun. Engar verulegar
breytingar fengust þó fram á löggjöfinni. íhaldssamari öfl höfðu
fram yfir aldamót nokkuð öruggan meirihluta á þingi, vildu við-
halda ríkjandi samfélagsgerð og óttuðust að tilslakanir á vinnu-
hjúalöggjöfinni myndu leiða til félagslegrar upplausnar og harðn-
andi samkeppni aðila í þéttbýli og dreifbýli um vinnuafl, sem
hefði í för með sér hækkandi laun í landinu og erfiðari stöðu land-
búnaðarins.25 Þrátt fyrir þetta varð þjóðfélagsþróun síðustu ára-
tuga 19. aldar ekki við snúið. Hin gamla þjóðfélagsgerð bænda-
25. Um þetta hef ég fjallað lítillega í fyrrgreindri bók minni og ritgerðinni „The
Poor Laws and the Family in 19th Century Iceland". í John Rogers og Hans
Norman (ritstj.), The Nordic Family: Perspectives on Family Research, bls. 16—42.
Sjá einnig Guðmundur Jónsson, Vinnuhjú..., og ýmsar umræður um atvinnu-
frelsi og atvinnustéttalöggjöf í Alþingistíðindum 1890-1908.