Saga - 1986, Page 28
26
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
Tafla 1. Fjöldi heimila, íbúajjöldi og meðalheimilisstœrð
1880- -1930 Meðal-
Ár Fjöldi Fjölgun milli íbúa- Fjölgun milli heimilis-
heimila áratuga í % fjöldi áratuga í % stærð
1880 9796 72445 7,4
1890 10144 +3,6 70920 -2,1 7,0
1901 12679 +25,0 78470 +9,6 6,2
1910 14081 + 11,0 83863 +6,9 6,0
1920 16650 + 18,2 93059 + 10,9 5,6
1930 20259 +21,7 106430 + 14,4 5,3
Heimild: Mamital á íslandi 2. desember 1930. Hagskýrslur íslands 92, Rvík 1937, bls.
35.
samfélagsins og sú löggjöf sem hún studdist við urðu undan að
láta. Sveitarstjórnir voru þess ekki megnugar að framfylgja
vinnustéttalöggjöfinni er kom fram á síðasta áratug 19. aldar, svo
örir voru búferlaflutningar fólks. Segja má að þjóðfélagsgerð
bændasamfélagsins hafi hreinlega „sprungið" á fáeinum ára-
tugum. Þær hömlur sem áður voru lagðar á fjölskyldu- og heim-
ilisstofnun með löggjöf og náttúrulegri takmörkun byggðar voru
nú úr sögunni. Fólk settist að „á mölinni", stofnaði þar til bús og
barna og leitaði atvinnu í þeim atvinnuvegum sem reknir voru í
þéttbýlinu. Giftingartíðni og heimilafjöldi í landinu stórjókst (sjá
töflu 1). Þessaribreytingu fylgdi ekki þjóðfélagsleg upplausn, eins
og margir bændaþingmenn töldu víst, og hún hafði til lengri tíma
litið heillavænleg áhrif á þróun landbúnaðar á íslandi, eins og ann-
ars staðar í Evrópu, þar sem sambærilegar þjóðfélagsbreytingar
höfðu víðast orðið mun fyrr. Sjálfsþurftarbúskapur lagðist af og
markaðsbúskapur hófst í landbúnaði og hinir nýju þéttbýlisat-
vinnuvegir reyndust þess megnugir að sjá fólki fyrir það öruggri
atvinnu að útgjöld sveitarfélaga vegna fátækraframfærslu jukust
ekki hlutfallslega frá því sem var um aldamótin.
Giftingaraldur, hjúskaparhlutfall ogfrjósemi
Eins og vænta má í þjóðfélagi þar sem möguleikar til heimilis-
stofnunar voru takmarkaðir, var meðalaldur brúðhjóna á íslandi