Saga - 1986, Page 29
UM FJÖLSKYLDUSÖGURANNSÓKNIR 27
Tafla 2. Hjónavígslur Í853-Í940 eftir aldri brúðhjóna
Í853 1871 1891 1911 1931
-60 -80 -1900 -20 -40
Brúðgumaralls 100 100 100 100 100
Yngri en 20 ára 0,1
20-24 ára 23,8 17,3 20,7 25,7 26,5
25-29 ára 43,6 37,2 36,9 39,1 36,6
30—34 ára 16,7 22,0 22,3 18,9 19,5
35—49 ára 11,9 21,0 17,5 14,1 15,1
50 ára og eldri 4,0 2,5 2,6 2,2 2,2
Brúðir alls 100 100 100 100 100
Yngri en 20 ára 6,4 3,8 7,5 8,4 11,8
20—24 ára 38,2 30,3 31,7 42,0 44,4
25-29 ára 31,1 31,8 30,0 28,5 24,8
30—34 ára 13,2 17,0 16,8 11,3 11,0
35-49 ára 9,8 16,2 13,5 9,2 7,5
50 ára og eldri 1,3 0,9 0,5 0,6 0,5
Heimild: Tölfrœðihandbók 1974. Hagskýrslur íslands II, 63. Rvík : 1976, bls. 39.
tiltölulega hár á 19. öld. Á árunum 1891 — 1895 var meðalaldur
brúðguma 30,8 ár og brúða 28,2 ár (hér er miðað við allar hjóna-
vígslur). Meðalaldur brúðguma lækkaði lítið fram um 1930. Árin
1931-1935 var meðalaldur brúðguma 29,7 ár, en meðalaldur
brúða var hins vegar kominn niður í 25,8 ár. Til samanburðar má
8eta þess að árin 1970-1974 var meðalaldur brúðguma 26,4 ár en
tfteðalaldur brúða 24,3 ár.26 Tafla 2 sýnir hjónavígslur á nokkrum
skeiðum tímabilsins 1853—1940 eftir aldri brúðhjóna. Eftirtektar-
Vert er að verulegar breytingar verða á aldursskiptingu fólks við
bjónaband á tímabilinu. Hlutfallslega færri gifta sig eftir 50 ára
aldur eftir því sem líður á tímabilið, og mun færri konur eru á
aldrinum 35-49 ára við giftingu um 1930 en oftast var á 19. öld.
b’essi staðreynd endurspeglast í meðalaldri brúða sem fyrr er að
vikið. Aldur karla við giftingu tekur einnig athyglisverðum
breytingum á tímabilinu. Hlutfallslega fleiri karlar kvænast fyrir
26- Tölfrœðihandbók 1974, bls. 39.