Saga - 1986, Page 33
UM FJÖLSKYLDUSÖGURANNSÓKNIR
31
lngartíðni á tímabilinu 1801-1930. Þess má þó geta að frjósemi
kvenna minnkaði allmikið á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta
þessarar, frá því sem fyrr hafði verið, þótt hún hafi til skamms
tirna verið nokkru hærri en víðast í álfunni. Árin 1856-1865 fæddi
kona að meðaltali 4,968 lifandi börn á ævinni, en 1897-1906 var
þessi tala komin niður í 4,073 að meðaltali, 3,368 árin 1926-1935
°g 2,659 árið 1974.33
Fjölskyldustærðir ogjjölskyldugerðir — staða barna og hjúa
Ýrnsar skilgreiningar á hugtakinu „fjölskylda" hafa verið settar
fram í þeim fjölda rita og ritgerða um fjölskyldusögu sem birst
hafa sl. 15-20 ár. Laslett, sem einna fyrstur hófhina frjóu umræðu
sem staðið hefur frá því um 1970 um íjölskyldustærðir og — gerðir
a fyrri öldum, skilgreindi Qölskylduna sem „a co-resident group
°fpeople“:
It consists and consisted of those who share the same physi-
cal space for the purposes ofeating, sleeping, taking rest and
leisure, growing up, child-rearing and procreating (those of
them belonging to the class of persons whom society per-
mits to procreate).34
^essi skilgreining er mun víðtækari en sú sem tíðast er notuð í
daglegu tali nú á dögum, þar sem hugtakið „fjölskylda“ táknar
°ftast annaðhvort „vísitölufjölskylduna" (hjónabandsfjölskyld-
Una, „the nuclear family“) eða ættarfjölskyldu (þ.e. hjón, börn og
emhverja aðra ættingja eða skyldmenni). í skilgreiningu Lasletts
er etnnig gert ráð fyrir að einstaklingar sem tengjast ekki hús-
t’ónda og skylduliði hans blóðböndum teljist til fjölskyldunnar,
að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þessi skilyrði eru einkum
þrenns konar: Fólk telst til sömu fjölskyldu
• •• if they had the three following characteristics in
common: they slept habitually under the same roof (a lo-
cational criterion); they shared a number of activities (a
functional criterion); they were related to each other by
blood or by marriage (a kinship criterion).35
33- Tölfrœðihandbók 1974, bls. 47.
Peter Laslett, „Introduction". f Peter Laslett with the assistance of Richard
Wall, Household and Family. ...bls. 24.
35- Sama rit, bls. 25.