Saga - 1986, Page 34
32
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
Laslett gengur út frá því að fyrstu tvö skilyrðin verði allir að upp-
fylla til að teljast til sömu fjölskyldu, en ekki sé nauðsynlegt að
uppfylla þriðja skilyrðið. Það fólk sem er talið til fjölskyldu sam-
kvæmt þessari skilgreiningu, án þess að tengjast öðrum meðlim-
um hennar blóðböndum, var einkum vinnuhjú, lausafólk,
o.s.frv. Ekki hafa allir sagnfræðingar fellt sig við skilgreininguna,
fremur en fleira í aðferðafræði og niðurstöðum Lasletts og sam-
starfsmanna hans.36 Skilgreining hans virðist hins vegar eiga vel
við í umfjöllun um íslensku Qölskylduna á 19. öld.
Grundvallareiningar íslcnska bændasamfélagsins voru fjöl-
skyldan og býlið. Jarðir á íslandi skiptust í þrjá aðalflokka, lög-
býli, hjáleigur og tómthús og skyldu 20 lögbýli hið minnsta vera
í hverju sveitarfélagi, hreppi. Býli stóðu sjálfstæð og stök í landi
hverrar jarðar, en mynduðu ekki þorp eins og algengt var víða í
Evrópu. íbúar á hverjum bæ bjuggu nær undantekningarlaust
undir sama þaki, snæddu saman og unnu saman að framleiðslu-
störfum á býlinu. Þeir uppfylltu þannig allir tvö fyrstu skilyrðin í
skilgreiningu Lasletts og meirihluti þeirra oftast þriðja skilyrðið
að auki. Það var óþekkt á íslandi að hjú byggju í sérstökum húsum
á jörðinni eins og tíðkaðist á ýmsum svæðum í Evrópu, og sama
gildir um að foreldrar fengju undir sig sérstök hús og hluta af
afrakstri jarðarinnar, þegar þeir létu sjálfir af búskap og börn
þeirra tóku við búsforráðum, eins og algengt var á þeim svæðum
í Evrópu, þar sem stofnfjölskyldan („the stem family“, „la famille
souche“) var ráðandi fjölskyldugerð.37
íslenska fjölskyldan var í senn framleiðslu- og neyslueining
framundirlok 19. aldar og fram um 1860 má nánast setjajafnaðar-
merki á milli fjölskyldu og heimilis, sé stuðst við skilgreiningu
Lasletts. Eftir 1870, með vexti þéttbýlis, tekur þetta að breytast.
Þá fer daglaunafólk að leigja sér húsnæði hjá fjölskyldum í bæjum
og þorpum og kaupa sér þar mat (oft hjá sömu fjölskyldum), án
þess þó að taka þátt í framleiðslu með fjölskyldumeðlimum eða
beinan þátt í daglegu lífi þeirra. Við þessa breytingu má segja að
óeðlilegt sé að styðjast lengur við skilgreiningu Lasletts, heldur
36. Sjá aftanmálsgrein 5.
37. Sjá Lutz K. Berkner, „The Stem Family...“.