Saga - 1986, Qupperneq 36
34
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
Tafla 4. Fjölskyldustærðir íþremur sóknum Í80Í og Í8Í6
Fjöldi Meðal- Meðal- Meðal- Meðal- Meðal-
heim- hjú- hjúsk. heim- jjöldi jjöldi
ila skap- jjsk. ilis- barna hjúa
Sókti Ár arjjsk. + œtt. stærð
1801 26 4,5 5,8 7,8 2,7 1,8
Hruna 1816 25 6,0 6,5 8,5 4,1 1,3
Kálfa- 1801 58 4,0 4,3 5,6 2,2 0,9
tjarnar 1816 53 3,4 3,5 5,5 1,7 1,5
Skútu- 1801 17 5,3 5,9 7,6 3,5 1,2
staða 1816 16 6,6 6,8 9,0 4,7 1,5
Heimildir: Manntal á Islandi 1801,1—II. Rvík 1978-1979. Maimtalá íslandi 1816. Ak.
og Rvík 1947-1974.
sýslu), á íslenskan mælikvarða, var fjölskyldan stór, en við sjávar-
síðuna (Kálfatjarnarsókn á Vatnsleysuströnd) þar sem jarðnæði
var rýrt, en treyst á sjófang jöfnum höndum og tómthúsbyggð
nokkur, var fjölskyldan mun minni. Fjöldi barna og vinnuhjúa
laut einnig svipuðu lögmáli (sjá töflu 4). Hér er þess ekki kostur að
skýra nákvæmlega þær breytingar sem urðu á fjölskyldunni í
þessum þremur sóknum á 15 ára bili í upphafi 19. aldar. Þess skal
þó getið að unglingar yfir 15 ára aldri voru tiltölulega fáir í samfé-
laginu 1801 vegna mikillar dánartíðni ungbarna og minnkandi
frjósemi fyrir áhrif Skaftárelda og móðuharðinda 1783-1786.
Vegna harðæris og dýrtíðar hafa bændur í landbúnaðarhéruðum
vafalaust reynt að halda börnum sínum heima og styðjast fremur
við vinnuafl þeirra en vistráðinna hjúa. Fækkun ættingja utan
hjúskaparfjölskyldunnar, og ýmsar breytingar aðrar á heimilis-
stærðum og -gerðum milli 1801 og 1816 skýrast út frá breyttri
aldursskiptingu íbúa sóknanna, breytingum á fjölskylduferlinu
(„the family cycle“), fækkun heimila í sóknunum vegna erfiðari
afkomu án þess að þar kæmi til verulegrar fólksfjölgunar og fleiri
orsaka, sem ég hcf rætt á öðrum stað.39 Það er þó ljóst aftöflu 4að
39. Gísli Ágúst Gunnlaugsson, „Mean Household Size and Family Typology:
Some Evidence drawn from the Icelandic Censuses of 1801 and 1816“, óprent-
að handrit.