Saga - 1986, Side 38
36
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
Tafla 5. Meðalheimilisstœrðir í dreifbýli og þétthýli 1910—1940
1910 1920 1930 1940
Reykjavík 4,6 4,8 4,41 4,15
Kaupstaðir 4,7 4,6 4,52 4,44
Kauptún (með yfir 300 íb.) 4,7 4,5 4,48 4,44
Sveitir 6,4 6,0 5,65 5,50
Heimildir: Statislique de l’Islande 46 a, Rvík 1926—1928, bls. 30. Statistique de
l’Islande 122, Rvík 1949, bls. 28.
Þjóðfélagsþróun og breyttir atvinnuhættir höfðu þannig veru-
leg áhrif á formgerð og stærð íslensku fjölskyldunnar. Vöxtur
þéttbýlis hafði einnig í för með sér miklar breytingar á verkefnum
fjölskyldumeðlima og stöðu barna og gamalmenna í fjölskyld-
unni. f bændasamfélaginu var fjölskyldan í senn framleiðslu- og
neyslueining og vinnuafl barna og gamalmenna var því nýtt eftir
því sem kostur var. Börn gengu ung að þeim verkum sem þau
gátu valdið. Roskið fólk og gamalmenni tóku einnig virkan þátt í
framleiðslustörfum heimilisins, utan húss og innan, eins og þrek
leyfði og oft umfram það. Fyrr er að því vikið að atvinnustétta- og
félagsmálalöggjöfin hafi m.a. miðað að því að sjá bændum fyrir
nægjanlegu, stöðugu og ódýru vinnuafli. Þetta kom hvað félags-
málalöggjöfina varðar m.a. fram í því að fátækrastyrkur var ein-
ungis veittur fjölskyldum til áframhaldandi búsforráða, ef álitið
var að þær gætu komið undir sig fótunum á ný sem framleiðslu-
einingar og orðið óháðar styrkjum. Aðrar fjölskyldur voru leystar
upp, og þeim meðlimum þeirra, sem ekki gátu framfleytt sér
sjálfir, komið fyrir í vistir hjá bændum innan framfærslusveita
sinna, þar sem vinnuafl þeirra var nýtt eftir kostum. Um leið opn-
uðust möguleikar fyrir annað fólk til að fá býli til umráða og
spreyta sig í sjálfstæðri heimilisstöðu. í þéttbýlinu voru ekki tök á
að nýta vinnuafl fátæklinga (niðursetninga), sem flestir voru börn
og tiltölulega roskið fólk, með sama hætti og í strjálbýlinu. Sama
gilti vitanlega um vinnuafl barna og gamalmenna, sem ekki voru
á framfæri sveitarstjórna. Þessu olli sá eðlismunur sem var á fjöl-
skyldunni í strjálbýli og þéttbýli. í þéttbýli var fjölskyldan sjaldn-
ast framleiðslueining með sama hætti og til sveita. Hún var