Saga - 1986, Page 40
38
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
minnkaði fjölskyldan verulega. Auknir möguleikar til hjúskapar-
og heimilisstofnunar höfðu í för með sér stóraukna giftingartíðni,
jafnframt því sem frjósemi varð minni. Hjúum fækkaði á íslensk-
um heimilum, fyrst í þéttbýli, en síðan einnig til sveita. Breyting-
ar á formgerð fjölskyldunnar fylgdu í kjölfarið hérlendis en svo
var ekki alls staðar erlendis.46
Þótt fsland væri kyrrstöðusamfélag lengst af á 19. öld hvað
varðar þróun atvinnu- og búsetuhátta, var vinnuafl í landinu furð-
anlega hreyfanlegt. Fólk fór í vinnumennsku héraða og jafnvel
landshluta á milli. Búsetuskipti voru tíð, ekki einasta meðal
vinnuhjúa, heldur einnig meðal fátækra leiguliða, sem hröktust
milli kotbýla. Fjöldi fólks mátti sakir efnaleysis sæta því að vera til
skiptis í stöðu vinnuhjúa og með sjálfstætt heimilishald á leigu-
jörðum.47 Lífsskeið alls þorra fólks var því með nokkuð öðrum
hætti á íslandi en þar sem sjálfseignarbúskapur eða trygg leigu-
ábúð tíðkuðust erlendis.48 Þar tóku börn oftast við búskap af for-
eldrum sínum, en slíkt tíðkaðist miklu síður hérlendis sakir þess
að allur þorri bænda var leiguliðar fram yfir aldamótin 1900.49
Niðursetur barna, takmarkaðir möguleikar til hjúskaparstofnunar
og öryggisleysi elliáranna, gerði að verkum að fjöldi barna og
gamalmenna var á opinberu framfæri sveitarstjórna, einkum á
tímabilinu 1855-1870. Ingrid Eriksson ogjohn Rogers hafa skipt lífs-
skeiði fólks í eftirfarandi fjögur stig, sem „standard functional
norm“:
(1) childhood and early adolescence within the family and
household, (2) late adolescence and early adulthood with
varying periods of absence from the family and household,
(3) marriage and the creation of a new family within the
46. Þetta kemur t.d. fram í rannsóknum Peters Lasletts, sem sýna fram á að fjöl-
skyldustærð og fjölskyldugerð í Englandi hafði þegar fyrir iðnbyltingu tekið á
sig formgerð hjúskaparfjölskyldunnar („the nuclear family").
47. Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Ómagar og utangarðsfólk, bls. 117-119.
48. Sjá Lutz K. Berkner, „The Stem Family...“. Um lífsskeið fólks og fjölskyldu-
ferlið sjá t.d. Tamara K. Hareven (ritstj.), Transitions: The Family and the Life
Course in Historical Perspective, New York 1978.
49. Þorkelljóhannesson, Alþingi og atvinnumálin. Landbúnaður ogútvegsmál. Höfuð-
þattir, Rvík 1948, bls. 11-52.