Saga - 1986, Síða 42
40
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
Aftanmálsgreinar
1. Þrátt fyrir að þeir sagnfræðingar sem við Qölskyldusögu fást sæki einatt
aðferðir til ýmissa undirgreina sagnfræði og til annarra fræðigreina, hygg ég að
í dag mundu flestir ótvírætt flokka Qölskyldusögu undir félagssögu, fremur en
undir aðrar greinar sagnfræði: „Research on the family in history has moved
from a relatively obscure position with a narrow emphasis on historical demo-
graphy to a prominant position within social history“, eins og þeir Hans
Norman og John Rogers hafa nýverið komist að orði, sjá greinina „Marriage
and Reproduction in a Changing Society: Sweden 1750-1950“. í John Rogers
og Hans Norman (ritstj.), The Nordic Farnily: Perspectives oti Family Research
(Meddelande frán Familjehistoriska projektet Historiska institutionen Upp-
sala universitet, nr. 4), Uppsala 1985, bls. 43-44.
2. Gaunt and O. Löfgren, „Remarriage in the Nordic Countries: the Cultural and
Socio-economic Background“. í J. Dupaquier et al. (ritstj.), Marriage and Re-
marriage in Populations of the Past, London 1981. Orvar Löfgren hefur og birt
margar greinar á prenti um fjölskylduna í bændasamfélaginu, þar sem hann
nálgast viðfangsefnið út frá þjóðháttafræðilegum rannsóknaraðferðum, sjá t.d.
„Family and Household among Scandinavian Peasants: An exploratory essay“.
í Ethnologia Scandinavica 1974, bls. 19-52.
3. Richard Wall hefur einnig í sama riti lcitast við að nota rannsóknarniðurstöður
þeirra fræðimanna sem við fjölskyldusögurannsóknir hafa fcngist undanfarinn einn
og hálfan áratug til að setja fram kenningar um þróun fjölskyldugerða og -stærða og
ennfremur til að varpa fram spurningum og athugaefnum sem ekki hvað síst varða
samanburðarrannsóknir og vafalaust munu hafa áhrif á fræðilega umræðu og rann-
sóknir á sviði fjölskyldusögu á næstu árum.
Hér skal loks vikið stuttlega að gagnrýni á þá sagnfræðinga sem einkum hafa beitt
fólksfjöldasögulegum aðferðum við rannsóknir á fjölskyldusögu. Þessi gagnrýni
varðar hvorki aðferðirnar sjálfar, né þær heimildir sem stuðst er við, heldur fremur
hitt, hvemig niðurstöður slíkra rannsókna hafa iðulega verið notaðar til túlkunar á
fjölskyldu- og samfélagsháttum fyrr á öldum. Sá sem einkum hefur gagnrýnt fjöl-
skyldusögurannsóknir út frá þessum forsendum er Michael Anderson, félagsfræð-
ingur, sem mjög hefur fengist við rannsóknir á fjölskyldunni og starfað náið með
ýmsum meðlimum Cambridgehópsins. í grein er hann nefndi „Some problems in
the use of census type material for the study of family and kinship systems“, og
birtist í Sundin og Söderlund (ritstj.), Time, Space and Man: Essays on Microdemo-
graphy, sem út kom árið 1979, fjallar hann um ýmis vandamál tengd því að rannsaka
fjölskylduna og fjölskyldubönd út frá manntalsgögnum. Anderson kveðst þess full-
viss að rannsóknir í anda hugarfarssögu, sem þegar hafi rutt sér til rúms í fjölskyldu-
sögu, muni í framtíðinni verða enn meira stundaðar. Eina af ástæðum þessa telur
Anderson vera þá að í mörgum rannsóknum þar sem gögn hefðu verið tölvuunnin
eða stuðst hefði verið við sagnfræðilega tölvubanka hefði mönnum hætt til að líta á
fjölskylduna sem kyrrstætt, tölfræðilegt fyrirbrigði sem bera mætti saman við aðrar
kyrrstæðar stærðir og rannsaka líkt og „crystallographers study crystals“. Anderson
bendir á að sagnfræðirannsóknir á fjölskyldunni séu að þessu leyti komnar á
svipaðar krossgötur og rannsóknir félagsfræðinga hafi komist á á sjöunda áratugn-