Saga - 1986, Page 52
50
GUNNAR KARLSSON
nær þeim? Það telur líka Eileen Power, svo að ég leiði fram aðeins eitt
vitni:2
the upper ranks of urban middle classes were making them-
selves increasingly heard, from the twelfth century onwards,
as trade developed and towns grew. Their views of women
betrayed a better understanding of women's real position in
medieval life than did the views of either the aristocracy or the
Church. Town law had to take account of women active in
trade, more particularly of married women carrying on trade
on their own, as femmes soles. The urban regulations offemmes
soles were often intended to protect the husbands, but in doing
so they often helped to improve the status of women.
Heimildir um tilvist „sterkra“ kvenna
Þegar leitað er skýringa á mannkostum kvenna í íslendingasögum þá
má spyrja hvort ekki þurfi hins sama við um karla. Það er langt síðan
menn tóku eftir því að karlar jafnt sem konur eru þar stærri í sniðum
en við eigum að venjast, hvort sem er í samtíð okkar eða öðrum
sögulegum heimildum. Jónas Jónsson komst til dæmis að þessari
niðurstöðu um söguöldina í barnakennslubók sinni sem kom út árið
1915:1 „Aldrei hefir verið á íslandi jafnmikið af framúrskarandi
mönnum, körlum og konum, eins og þá, en helst til sjaldan fór þá
saman gæfa og gervileiki. “ Raunar eru til skýringar á þessu í bókum,
þótt þær séu nú flestum gleymdar. Þannig segir Jón Jónsson Aðils í
alþýðufyrirlestrum sínum sem komu út í bókinni íslenskt þjóðemi árið
1903:2 „Hér á íslandi... rann saman í eitt andlegt fjör, hugvit og snild
Keltanna, og djúpskygni, staðfesta og viljaþrek Norðmannanna, og
fæddi af sér þjóðlíf, sem varla hefur átt sinn líka í sögunni. “ Kannski
hefur skýringin gleymst vegna þess hvað hún nær skammt. Hún
skýrir til dæmis ekki hvers vegna sögualdarmenn báru svo bitur vopn
að þeir tóku menn snyrtilega í sundur í miðju, en afkomendur þeirra á
Sturlungaöld unnu einna helst á mönnum með því að kasta í þá grjóti
eða bora spjóti inn í háls eða munn, þar sem ekki voru hlífar fyrir.
2. Powcr: Medieval Women (1978), 10.
1. Jónas Jónsson: íslandssaga 1 (1915), 57.
2. Jón Jónsson [Aðils]: íslenzkt þjóðemi (1903), 49.