Saga - 1986, Page 55
KENNINGIN UM FORNT KVENFRELSI
53
staðhæfing verðskuldar nánari athugun. Völdum varðandi hjónaband
er hentugt að skipta í þrennt: hverju maður ræður um inngöngu í
hjónabandið, hverju maður ræður í sambúðinni og hvaða kostir
bjóðast til að losna úr henni ef illa fer. Miðliðurinn er fyrirferðar-
tnestur í málflutningi þeirra Ólafíu og Nönnu og tengist mest því sem
seinna verður rætt. Því skulum við geyma hann og athuga hér hverju
tslenskar konur þjóðveldisaldar réðu um inngöngu í hjónaband og
sambúðarslit.
Við inngönguna skiptir aftur tvennt mestu máli: hvort og með
hverjum. Eins og Ólafía rekur sjálf rækilega var hjónabandið fé-lag,
stofnun sem aðilar lögðu fé saman í, og í það gat enginn gengið sem
liafði ekki fé að leggja fram. Samkvæmt Grágásarlögum máttu karl
°g kona ekki ganga í hjónaband nema þau ættu „hundrað lögaura sex
álna aura fyrir utan hversdags klæðnað sinn ómagalausir", nema því
aðeins að konan væri úr barneign.2 Lágmarkseignin, sex hundruð,
hefur líklega einhverntíma á þjóðveldisöld farið að jafngilda sex
húgildum. Lög segja að vinnumaður hafi átt rétt á 36 álnum í kaup á
ari. Óvíst er hvort konum var ætlað kaup í vinnumennsku á þessum
tíina. í Crágás eru engin ákvæði um laun þeirra, og heimildir frá
síðmiðöldum benda til þess að þá hafi vinnukonum aðeins verið ætlað
faeði og klæði.4 Ef við gerum ráð fyrir að hjónaefni hafi einungis aflað
36 álna á ári, lagt þá upphæð fyrir en eytt því sem hún gaf hugsanlega
af sér í vexti, þá tók þau 20 ár að vinna sér inn lágmarkseign til
hjúskapar. Þá hafa þau líklega átt fyrir nægilega miklu búfé svo að
v°n þætti til að það framfleytti þeim og væntanlegum börnum þeirra,
er> þau voru enn upp á það komin að fá jarðnæði á leigu. Hér er ekki
etnkum á ferðinni misrétti karla og kvenna heldur mikið misrétti
þjóðfélagsþegna eftir efnahag. Hjónabandið var þannig í vissum
skilningi forréttindi þeirra sem eitthvað áttu.
2.
3.
4.
Grágás Ib (1852), 38. — Sbr. Crágás II (1879), 167. — Orðréttar tilvitnanir í Grágás
eru færðar til nútímastafsetningar þar sem engin leið er að fylgja stafsetningu
utgáfunnar nákvæmlega hvort sem er.
Gunnar Karlsson: „Frá þjóðveldi til konungsríkis“ (1975), 25.
Helgi Þorláksson: „Arbeidskvinnens, sárlig veverskens, okonomiske stilling“
(^981), 54—55. — Anna Sigurðardóttir telur ákvæði í Grágás sýna að griðkonum haíi
verið ætluð laun á þjóðveldisöld (Anna Sigurðardóttir: Vinna kvenna (1985), 56, 369)
en eg hef áður dregið í efa að hún túlki það rétt (Gunnar Karlsson: „Grunnur undir
atvinnusögu kvenna“ (1985), 526).