Saga - 1986, Blaðsíða 57
KENNINGIN UM FORNT KVENFRELSI
55
að þar höfum við fyrsta gáfnapróf á íslandi. Grágás segir:9 „Sá maður
er og eigi arfgengur er eigi veit hvort trýjusöðull skal fram horfa á
hrossi eða aftur, eða hvort hann skal horfa á hrossinu fram eða aftur.
En ef hann er hyggnari þá skal honum arf deila. En ef hann kann eigi
dl fulls eyris ráða, þá skal hinn nánasti niður hafa varðveislu fjár hans
sem ómagaeyris." — Ef manni var trúandi fyrir jafngildi sex álna af
vaðmáli hafði hann rétt til að ákveða hverjum móðir hans giftist.
Að vísu réð hann því ekki einn. Ákvæðin um rétt kvenna til að ráða
cinhverju um gjaforð sitt eru nokkurn veginn öll á einum stað í
Staðarhólsbók Grágásar:i0
Þar er ekkja er föstnuð manni, þá skal hennar ráð fylgja, nema
faðir fastni, þá skal hann ráða. Eigi skal faðir neyða dóttur sína
til ráða ef hún vill vígjast láta til nunnu. Ef fleiri menn eru til
ráðanna þá skal sá ráða er elstur er bræðranna, ef þá skilur á,
enda biðji hún þá ráða fyrir. En ef hún kveður á eitthvað þá
skal sá þeirra ráða er hennar ráði fylgir, ef það þykir jafnræði,
en engu ræður aldurinn þá, og svo hvarvetna þess er eigi eru
bræður. En ef þeir vilja dvelja ráð fyrir henni og synja tveim
mönnum þeim er jafnræði þótti, þá skal hún ráða við hinn
þriðja, ef það þykir jafnræði, við ráð frænda síns nokkurs.
Ekkja á svo að ráða eða mær tvítug eða eldri. Ekkja á að
fastnast sjálf manni þeim er hana átti fyrr, þótt eigi sé ráð
lögráðanda til, ef meinalaust er með þeim, nema því aðeins að
þau væri skild fyrir ómaga sakir.
Þessi kvenréttindaákvæði má draga saman í fimm liði:
1) Ekkja sem átti ekki föður á lífi gat neitað að ganga í hjónaband.
2) Kona sem vildi gerast nunna gat neitað að giftast.
Kona sem átti tvo bræður eða fleiri, eða tvo syni eða fleiri, en ekki
föður, gat gifst með samþykki eins þeirra þó að hinir væru á móti.
4) Ef bræður synjuðu tveimur fullgóðum biðlum, þá gat kona, væri
hún orðin tvítug eða ekkja, fastnast þeim þriðja með samþykki
einhvers frænda síns.
Kona mátti sjálf ákveða að giftast fyrrverandi eiginmanni sínum
aftur, ef þeim var að öðru leyti heimilt að eigast.
9- Orágás II (1879), 66. - Sbr. Grágás Ia (1852), 222.
,0- Grágás II (1879), 156. - Sbr. Grágás Ib (1852), 29-30.