Saga - 1986, Page 58
56
GUNNAR KARLSSON
Ólafía segir að lítil aðsókn íslenskra kvenna að nunnuklaustrum
sanni að þeim hafi ekki líkað svo bölvanlega að ganga í hjónaband.
Aðeins eitt nunnuklaustur hafi verið stofnað á þjóðveldisöld, og það
hafi lagst niður um skeið vegna lítillar aðsóknar.11 Við þetta virðist
mér vera þrennt að athuga. f fyrsta lagi voru ekki allar nunnur í
klaustrum. Guðrún Ósvífursdóttir gerðist einsetukona á Helgafelli í
elli sinni. Jón biskup Ögmundarson vígði Hildi nokkra til nunnu og
lét gera henni kofa fyrir sunnan kirkjuna á Hólum. Gróa, dóttir
Gissurar biskups og kona Ketils biskups Þorsteinssonar, var nunna í
Skálholti á elliárum. Og enn eru nefndar þrjár nunnur utan klaustra
frá því um 1200 og á 13. öld.12
í öðru lagi er engan veginn sannað að eina nunnuklaustrið á
þjóðveldisöld, Kirkjubæjarklaustur á Síðu, hafi lagst niður, hvað þá
að það hafi orðið vegna lítillar aðsóknar. Jón Jóhannesson hélt því
fram að klausturlifnaður hefði lagst niður „að mestu eða öllu leyti um
skeið“ í Kirkjubæ.13 Sú skoðun virðist reist á tvennu. Annað er það að
Janus Jónsson fann engar abbadísir í Kirkjubæ tilfærðar í heimildum,
og engar heimildir um klaustur þar, frá tímabilinu milli 1210 og
1293.14 Hitt er það að Kirkjubæjarstaður var dæmdur undir forræði
Skálholtsbiskups, líklcga um 1218 og ekki seinna en 1235, samkvæmt
máldaga.15 Ef við vildum, mætti eins álykta að staðurinn hafi orðið
gjaldþrota vegna mikillar aðsóknar og því verið settur undir stjórn
karlmanns sem var hvergi nálægur og hafði því síður ástæðu til að láta
undan sókn kvenna sem voru að flýja hjónabönd. En íslensku
klaustrin munu hafa verið svo sárafámenn hvort sem var að á litlu
stendur hvort þar var eitt nunnuklaustur tómt eða yfirfullt.
í þriðja lagi hlýtur það að hafa kostað talsvert að komast í klaustur;
að öðrum kosti hefðu þau yfirfyllst af bjargþrota fólki þegar illa áraði.
Ég veit ekki hvort til eru heimildir um þetta frá þjóðveldistímanum á
íslandi, en frá síðmiðöldum eru þær til. Árið 1340 gaf til dæmis
Benedikt bóndi Kolbeinsson með Ingibjörgu dóttur sinni til Reyni-
staðarklausturs 20 hundruð í rekpörtum, fimm kýr, fimm ásauðarkú-
11. Ólafla Einarsdóttir: „Staða kvenna" (1984), 17.
12. Janus Jónsson: „Um klaustrin á íslandi" (1887), 176—79.
13. Jón Jóhannesson: íslendinga saga I (1956), 234.
14. Janus Jónsson: „Um klaustrin á íslandi" (1887), 237.
15. íslenzktfombréfasafn I (1857—76), 392-95.