Saga - 1986, Page 59
KENNINGIN UM FORNT KVENFRELSI
57
gildi, fimm hundruð vöru og fimm hundruð í slátrum.16 Þetta eru alls
40 hundruð eða næstum því lágmarkseign sjö brúðhjóna.
Einhver kynni að segja að strákar hafi varla ráðið miklu um
kvonfang sitt heldur, og Ólafía virðist gera ráð fyrir að karlmönnum
hafi verið ráðstafað í hjónaband á svipaðan hátt og konum:17 „Verð-
andi hjón sömdu ekki hvort við annað beint, þau höfðu sína fulltrúa,
yenjulega ættingja, nána vini eða vinnuveitendur." En þetta er ekki
Raynd löggjafarinnar af hjónabandsstofnun. Konur voru fastnaðar
körlum beint án þess að þeir þyrftu að hafa neina fulltrúa fyrir sig.
Aðeins ef karlmaður var kominn yfir áttrætt eða ófjárráða vegna
heimsku þurfti hann ráð erfingja síns til að ganga í hjónaband. Annars
Urðu börn sem hann gat í hjónabandinu arflaus eftir hann.18 Ekki
hefur mér vitanlega verið gerð skipuleg könnun á því hvernig sögur
Segja frá kvonbænum karla, en Anna Sigurðardóttir minnir á dæmi af
híjáli á Bergþórshvoli og sonum hans. Þó að Njáll þætti ráðríkur við
synt sína leitaði hann þó samþykkis þeirra, að minnsta kosti Skarp-
héðins og Helga, áður en hann leitaði þeim ráðahags. Og við Helga
sagði hann: „Vit skulum biðja dóttur Ásgríms Elliða-Grímssonar... “
Hins vegar er ekki getið um að konurnar hafi einu sinni verið látnar
v'ta áður en þær voru fastnaðar sonum Njáls.19 Allt bendir þetta til að
atakanlegur munur hafi verið á stöðu karla og kvenna við stofnun
hjúskapar.
í nokkrum tilfellum áttu konur rétt á skilnaði. Ef annað hjóna særði
hitt meiri háttar sári var það skilnaðarsök. Ef maður vildi fara með
honu sína nauðuga af landi burt átti hún að segja skilið með þeim. Ef
karlmaður hvfídi ekki í sæng með konu sinni sex misseri samfleytt
>'fyrir óræktar sakir“, eins og segir í Grágás, þá átti hún að fá fé sitt til
varðveislu, en ekki virðist þetta þó vera alger hjónaskilnaður. Að
dðrum kosti varð skilnaður aðeins gerður með leyfi biskups, og
virðist hann hafa haft næsta frjálsar hendur um það hvort hann leyfði
skilnað.20 Ólafía telur að hjón hafi getað leitt skilnað til lykta sam-
16- ídenzktfombréfasafn II (1893), 735-36.
17- Ólafía Einarsdóttir: „Staða kvenna“ (1984), 19.
18- Grágds Ia (1852), 223-24; Ib (1852), 240; II (1879), 67-68.
Anna Sigurðardóttir: „Úr veröld kvenna. Ákvörðunarréttur um hjúskap“ (1982),
47-48. - íslenzk fornrit XII (1954), 71-74.
Jakob Benediktsson: „Skilsmisse. Island“ (1970), 508—09. — Grágás Ib (1852), 39—
H 55; II (1879), 168-73, 203-04.