Saga - 1986, Page 60
58
GUNNAR KARLSSON
kvæmt lögum þó að biskup væri honum mótfallinn en bætir við í
aftanmálsgrein að texti Konungsbókar Grágásar sé óljós um þetta:21
„varnaglarnir eru þó svo margir að það virðist vera mikilvægasta
skilyrðið til að fá skilnað að hjónin hafi gætt þess að ráðgast við
biskup áður en hafist er handa.“ Ekki get ég með nokkru móti lesið
þetta út úr Grágás og veit ekki til að nokkur maður hafi gert það annar
en Ólafía. Og að minnsta kosti virðist vera ljós meginregla í upphafi
fyrri kafla Konungsbókar Grágásar um hjónaskilnað:22 „Hjónaskiln-
aður skal hvergi vera á landi hér nema þar er biskup lofar, nema því
aðeins að þau skiljist um ómaga sakir eða þau vinnast á þann áverka er
hin meiri sár rnetist."
Þá hefur Ólafía það eftir Þjóðverjanum Rolf Heller að konur eigi
oftast frumkvæði að skilnaði í íslendingasögum og algengasta orsökin
sé óánægja með eiginmanninn sem rekkjunaut. Um þetta vísar hún til
bókar Hellers, Die literarische Darstellung der Frau in den Islándersagas,
án þess þó að tilfæra nokkurn sérstakan stað í bókinni.23 Þó að rétt
væri heimilaði þetta ekki djarfar ályktanir um hvað hafi valdið
skilnaði hjóna í veruleikanum. Rolf Heller er eindreginn bókfestu-
maður og leggur áherslu á að íslendingasögur séu skáldsögur. Alls
ekki sé hægt að álykta af þcim um þjóðfélag sögualdar og aðeins með
mestu varúð um ritunartímann á 13. öld. Þetta á ekki síður við um
skilnaðarfrásagnir en annað, segir Heller, þær eru allar eða nánast allar
skáldskapur og þjóna bókmenntalegum tilgangi í sögunum.24 Nú má
segja að þetta sé hans mat og okkur Ólafíu væri heimilt að halda
annað um heimildargildi frásagnanna. En þá rekum við okkur á að
Heller segir hvergi það sem Ólafía hefur eftir honum um skilnaðar-
sakir, ekki svo að ég geti fundið, enda nefnir hann aðeins einn einasta
hjónaskilnað í íslendingasögum þar sem sökin er vanhæfni bóndans í
rúminu, og það er skilnaður Hrúts Herjólfssonar og Unnar Marðar-
dóttur í Njáls sögu.25 Ekki fær staðhæfing Ólafíu heldur stuðning af
bók Wolfgangs Krauses, Die Frau in der Sprache der altislándischen
21. Ólafía Einarsdóttir: „Staða kvenna" (1984), 19, 29.
22. Grágás Ib (1852), 39-40. - Sbr. Grágás II (1879), 168.
23. Ólafía Einarsdóttir: „Staða kvenna" (1984), 19, 29. — Sbr. Ólafia Einarsdóttir: „Om
húsfreyjamyndighed" (1985), 84.
24. Heller: Die lilerarische Darslellung der Frau (1958), 79—84, 118, 148.
25. Heller: Die literarische Darslellung der Frau (1958), 43—45, 82 nm.