Saga - 1986, Page 61
KENNINGIN UM FORNT KVENFRELSI
59
Familietigeschichten. Hann tekur fyrir orðalag sem er haft um hjóna-
skilnaði, eins og flest annað varðandi konur, í íslendingasögum. Mér
telst svo til að hann nefni ellefu skilnaði á íslandi. Þar af hefur
eiginmaður frumkvæði að sex, bróðir eiginkonu að einum og eigin-
kona að Qórum. Tilefnin eru ólík og ekki alltaf ljós. Bólfarir koma þó
aldrei við sögu, enda vantar skilnað Hrúts og Unnar í dæmasafn
Krauses.26
Þessi skilnaðardæmi Krauses eru annars þess virði að við eyðum á
þau nokkrum línum í viðbót. Þegar kona skilur við mann er það einu
smni af því að hann hefur barið hana (Þórdís Súrsdóttir í Eyrbyggju og
Gísla sögu) og öðru sinni er gefið óljóst í skyn að bóndi hafi verið
konu sinni vondur (Háls í Reykdœla sögu). Guðrún Ósvífursdóttir
skilur við Þorvald bónda sinn af þeirri tylliástæðu að hann gangi í
kvenmannsskyrtu, í raun af því að hún hefur áhuga á öðrum manni.
Loks er engin skýring gefin á skilnaði Rannveigar brestings og
Lorgríms skinnhúfu í Droplaugarsona sögu, en hann kemur fram sem
Lcldur skoplegt lítilmenni. Þegar karlar hafa frumkvæði að skilnaði
Vlrðist það fjórum sinnum af því að þeir vilji taka saman við aðrar
konur eða vera frjálsir að flytjast úr landi (Þráinn Sigfússon í Njálu,
Þórður Ingunnarson í Laxdœlu, Brodd-Helgi í Vopnfirðinga sögu,
Barði Guðmundsson, þegar hann skilur við Auði, í Heiðarvíga sögu).
Finna menn sér þá sitt af hverju til, misjafnlega haldgott kannski.
Síðan eru þrjú dæmi þar sem karlmenn gera skilnað hjóna vegna
uusklíðar við aðra karlmenn, tengdafeður eða mága. Þegar Barði
k'uðmundsson í Heiðarvíga sögu skilur við Guðrúnu fyrri konu sína
SegJr hann við föður hennar:27 „þú ert miklu meiri níðingr en
duganda manni sami at eiga þik at mág ..." Um skilnað Víga-Skútu
°g Þorlaugar Glúmsdóttur segir í Víga-Glúms sögu:28 „Glúmr gipti
Þorlaugu, dóttur sína, Víga-Skútu at Mývatni norðr, ok fyrir sakar
þeira sundrlyndis þá lét hann hana fara heim til Þverár ok lét hana
eina.“ Frásögn af sama atburði í Reykdœla sögu sýnir að „þeira“ vísar
kér til Glúms og Skútu, ekki Þorlaugar og Skútu. Þar segir að
Krause: Die Frau in der Sprache (1926), 210—13. — Ég hefleitað í sögumar frekari
fróðleiks um þessi atvik en sé ekki þörf á að vísa til þeirra; auðvelt er að finna
viðkomandi staði eftir nafnaskrá íslenzkra fomrita.
'• blenzk fornrit III (1938), 311.
8- blenzk fornrit IX (1956), 50.