Saga - 1986, Page 62
60
GUNNAR KARLSSON
Glúmur hafi sent eftir dóttur sinni og síðan bætt við að sumir menn
segi að Skúta hafi sent hana heim til föðurhúsa „ok þóttisk Skúta gera
þat til svívirðingar Glúmi.“29 Loks er það að telja er Gestur Oddleifs-
son gerði skilnað Porgerðar systur sinnar og Þorbjarnar Þjóðreks-
sonar í Hávarðar sögu af því hvað hann reyndist mikið illmenni, en
ekki er getið um að hún væri viðstödd eða málið borið undir hana.30
Svona lítinn var hægt að gera rétt kvenna í sögum án þess að ofbjóða
þeirri raunsæiskröfu sem þar ríkir.
Mannhelgi kvenna
Áður en kemur að búráðum giftra kvenna er rétt að athuga tvö atriði
sem Ólafia ræðir í hjónabandskafla sínum í greininni í Sögu. Annað er
réttur kvenna til að njóta manna sinna einar. Hitt er um misgerðir við
konur.
„Tvíkvæni var bannað í þjóðveldinu", segir Ólafia, „og ef menn
gengu í hjónaband aftur, án löglegs skilnaðar, fengu þeir þungar
sektir."1 Þessu til stuðnings vísar hún í tvo staði í Grágás, báða í
Konungsbók. Á öðrum stendur, dálítið út úr samhengi: „Sá maður er
eigi arfgengur er getinn er viður þeirri konu sem hann fær síðar, og
eigi hann tvær konur senn og varðar honum tvíkvæni fjörbaugs-
garð.“2 Á hinum staðnum stendur þetta:3
Sá maður er hann kvongast í annars konungs veldi en í
Noregskonungs og á konu hér, þá á það barn eigi arf að taka er
hann getur þar. Ef maður á konur tvær hér á landi eða í órum
lögum, það varðar fjörbaugsgarð, enda eru börn þeirra eigi
arfgeng ef hann elur við þeirri konu er hann tók síðar. En þá á
hann konur tvær er hann gengur að eiga og gjörir brúðkaup til
eða geldur mund við, enda á hann aðra konu áður. ... Ef
skógarmenn eða fjörbaugsmenn fara utan héðan og kvongast
erlendis, þá eru börn þeirra öll arfgeng hér, þau er þeir geta
29. Islenzk fomril X (1940), 230.
30. íslenzk fomrit VI (1943), 314.
1. Ólafía Einarsdótdr: „Staða kvenna", (1984), 19.
2. Grigás Ib (1852), 240.
3. Grigis la (1852), 226. - Sbr. Grágis II (1879), 70.