Saga - 1986, Page 63
KENNINGIN UM FORNT KVENFRELSI
61
þar, ef þeir kvongast þar að landslögum réttum. Svo er og hið
sama ef kvongaðir menn fara utan héðan og taka þeir aðrar
konur í Noregskonungs veldi að landslögum, þá eiga þau börn
er þar alast að taka arf út hingað.
Hér er því ekkert algert bann við tvíkvæni. Aðeins eru lagðar
hömlur við því að fjölkvæni manna fari að rugla arfaskiptum skilget-
inna barna hér á íslandi.
Ég hef ekki tök á að fara út í það hér að hve miklu leyti alkunnugt
frillulíf íslendinga á þjóðveldisöld var í raun fjölkvæni. En ég ætla
aðeins að enda þetta atriði á ákvæði úr Grágás sem minnir okkur á að
konur voru vissulega keyptar, hvort sem við viljum segja að eigin-
konur hafi verið það eða ekki. Þar segir:4 „Rétt er að maður kaupi til
karnaðar sér ambátt tólf aurum fyrir lof fram. “ Mér skilst að þetta sé
undanþága frá hámarksverði á ambáttum ef menn höfðu þær til
karnaðar sér. Orðið karnaður mun hvergi koma fyrir annars staðar en
kér, og ekki eru menn vissir um af hverju orðið er dregið, en þeir 19.
aldar karlmenn sem sömdu orðaskýringar yfir Grágás og aðra forna
texta voru samt ekki í neinum vafa um hvað það merkti.5
Um nauðgun segir Ólafía þetta:6 „Ef konu var nauðgað, var
afbrotamaðurinn dæmdur sekur skóggangsmaður. í reynd jafngilti
þetta dauðadómi, sem m.a. sést á því að eiginkona afbrotamannsins
tRatti líta á sig sem ekkju og giftast öðrum manni strax.“ Nú er að
Vlsu ákvæði í Grágás sem má túlka á þann veg að nauðgun, jafnvel
úlraun til nauðgunar, sé ævinlega skóggangssök. Þetta ákvæði er
skýrast í Staðarhólsbók:7 „Ef maður brýtur konu til svefnis eða fer í
sæng hjá henni til þess að koma fram legorði við hana, og varðar það
sk°ggang. Kona á sakir þær allar ef hún vill reiðast við, enda komi
eigi fram legorðið og vilji hún sótt hafa, en ella á lögráðandi hennar. “
Hins vegar eru mörg refsiákvæði Grágásar svo ströng að ekki kemur
bl greina að þeim hafi verið framfylgt að jafnaði, enda stangast það
tóulega á við vitnisburði sagna. Þannig gat legið fjörbaugsgarður við
bví að yrkja um mann meira en eina vísu, þótt ekki væri háðung í
4' Grágás Ia (1852), 192.
5- Orágás III (1883), 627 (Ordregister u. kamaðr). — Fritzner: Ordbog II (1891), 260 (u.
kamaðr).
Ólafía Einarsdóttir: „Staða kvenna" (1984), 20—21.
7' Orágás II (1879), 176-77. - Sbr. Grágás Ib (1852), 47.