Saga - 1986, Page 64
62
GUNNAR KARLSSON
henni, og skóggang varðaði að yrkja um mann hálfa vísu með lasti
eða háði í. Þá varðaði skóggang að yrkja mansöng um konu.8 Og rétt
á eftir ákvæðinu um nauðgun, einmitt á þeim blaðsíðum Konungs-
bókar Grágásar sem Ólafia vísar til um þetta, eru reglur sem sýna að
réttur kvenna í legorðsmálum var harla misjafn, þótt þar sé að vísu
ekki verið að tala um nauðgun. Kaflinn heitir „Hvað saknœmt er við
konu“, og þar segir meðal annars þetta:9 „Ef maður liggur með konu
frjáls[r]i og heimilisfastri, og varðar það skóggang." Síðan segir
hvernig með þau mál skuli fara. Svo koma kaflaskil, og eftir þau er
farið að segja hver sé sakaraðili í málum kvenna. Svo kemur þetta:10
Ef legið er með lögskuldarkonu [þ.e. konu sem er þrælkuð
vegna skulda] þá á sá sökina er féið á að henni, en fjörbaugs-
garð varðar. Ef legið er með ambátt, þá sekst maður þrem
mörkum um það ... Ef maður liggur með leysings konu þá
varðar fjörbaugsgarð, nema barninu væri frelsi gefið eða svo ef
hún á son frjálsan, þá varðar skóggang ... enda eru slík mál um
lögskuldarkonuna ef hún á soninn. Ef legið er með göngukonu
þá varðar eigi við lög, ef maður gengur í gegn legorðinu [þ.e.
meðgengur það]...
Enn er eftirfarandi ákvæði síðar í kaflanum:* 11 „Ef maður liggur með
göngumanns konu og varðar slíkt það sem um aðrar manna konur,
og á búandi konu sök ef hann fer í löghrepp sínum, en þó að hann fari
víðara ef hann er ómagi, og á hann þá bæturnar að taka um konuna
sína þó að annar sæki um. “
Hér er gerður skýr greinarmunur á konum og manna konum.
Réttur kvenna í legorðsmálum markaðist þannig annars vegar af
þjóðfélagsstöðu þeirra; hins vegar og ekki síður af því hvort þær áttu í
frændgarði sínum karlmann sem leit á brotið sem misgerð við sig.
Helgi kvenna var þannig í aðra röndina að minnsta kosti eignarréttur
karla og vörn gegn því að þær ykju ómegð ættarinnar með börnum
óviðkomandi manna. Því er hæpið að tala um að staða kvenna hafi
verið með einhverjum einum hætti á þjóðveldisöld. Milli þeirra hæst
8. Grágás Ib (1852), 183-84.
9. Grágás Ib (1852), 47-48. - Sbr. Grágás II (1879), 177.
10. Grágás Ib (1852), 48. - Sbr. Grágás II (1879),177-78.
11. Grágás Ib (1852), 49. - Sbr. Grágás II (1879), 178-79.