Saga - 1986, Síða 67
KENNINGIN UM FORNT KVENFRELSI
65
n°tuð um karla. Mestur hluti orðanna um konur reyndist hafa
niðrandi merkingu. Fjölmörg orð voru til um fyrirferðarmiklar,
háværar og rásgjarnar konur, um léttúðugar konur, geðvondar,
frekar og hrokafullar, rolulegar, málgefnar, latar og ómyndarlegar,
hroðvirkar og fljótfærar.9 Ekki drögum við af því þá ályktun að
konur séu sérstaklega oft búnar þessum eiginleikum. Tungumálið
þjónar ekki eingöngu því hlutverki að lýsa dlverunni eins og hún er.
Það er líka hluti af hugmyndafræði ríkjandi þjóðfélagsafla, notað til
að lýsa dlverunni eins og þau vilja láta hana líta út.
Þegar kemur að völdum kvenna í hjónabandi er nauðsynlegt að
gera fyrst grein fyrir hvernig þær gátu komist yfir eignir. Konur gátu
erft foreldra sína, en því aðeins að þær ættu ekki bræður. „Sonur á arf
að taka að föður sinn og móður, frjálsborinn og arfgengur. Nú er eigi
sonur til, þá skal taka dótdr“, segir Grágás.10 Eða nánar til tekið:
skilgetin dóttir átti rétt til arfs ef ekki var skilgetinn sonur í fjölskyld-
unni, og óskilgetin dótdr ef ekki var óskilgetinn sonur. Um þetta gilti
heildarregla sem Grágás orðar svo:11 „Ef jafnnáinn er karlmaður og
kona og skal karlmaður ávallt þar taka. Ef konur eru nánastar og er
þar og deildar arfur með þeim.“ Að vísu eru dæmi um að þessum
ákvaeðum var ekki fylgt í reynd, og þeim sem ekki áttu rétt á arfi,
bæði dætrum og óskilgetnum sonum, var fengið fé úr búi foreldra.
t’annig var það sem Solveig Sæmundardóttir í Odda fékk föðurarf.
”þat var tilskipan Sæmundar, at Solveig, dóttir hans, skyldi taka
Jafnmikinn arf sem einn hverr sona hans“, segir í íslendingasögu,12 Það
er þannig ekki rétt hjá Ólafíu að hún hafi átt rétt á arfi.13 Þó að allir
bræður hennar væru óskilgetnir eins og hún, því að Sæmundur
kvæntist aldrei, áttu þeir allan arfinn samkvæmt lögum. Eins er sagt
frá því í Porláks sögu helga að hann fékk systrum sínum fé, áður en
hann gerðist munkur og afsalaði sér þannig eignum sínum.14
Annars fengu konur fé úr föðurgarði einkum í formi heimanfylgju.
Það virðist að vísu ekki hafa verið nein skylda að gera dóttur sína
9- Guðrún Kvaran: „íslensk samheiti um konur“ (1985), 16-21.
°' CriSás Ia (1852), 218. - Sbr. Grágás II (1879), 63.
’• Orágás Ia (1852), 220. - Sbr. Grágás II (1879), 64.
2- Sturlunga saga (1946) I, 299.
■ Ólafia Einarsdóttir: „Staða kvenna“ (1984), 13.
4- Byskupasögur 2. hæfte (1978), 191.
5
L