Saga - 1986, Side 69
KENNINGIN UM FORNT KVENFRELSI
67
aðgreindu. Það styðst líka við ákvæði litlu síðar í lögbókinni:22 „Kost
a kona að beiða talna búanda sinn um fjárfar á milli þeirra meðan
festavottar lifa tveir, en dauðir sé hálfir eða meir.“
í hvaða hlutföllum karl og kona áttu í búi hefur væntanlega mest
farið eftir því hvað þau lögðu til þess þegar stofnað var til hjúskapar. í
ákvæðum um hjónaskilnað segir Grágás:21, „Þá skal bera festavætti og
SVo fölagsvætti þeirra, ef það hefir verið, hversu skilt var fyrir félagi
þeirra.“ Helmingarfélag hjóna er nefnt á einum tveimur stöðum í
Njáls sögu en ekki víöar í íslendingasögum svo að ég viti.24 í Sturlungu
kemur fram um þrenn hjón að þau hafi haft helmingarfélag.25 Þá hafa
hjón talist eiga jafnmikið í búinu, hvort sem þau hafa lagt nákvæm-
'ega jafnmikið til þess eða ekki. Frá 15. öld eru varðveitt allmörg bréf
Urn stofnun helmingarfélaga, og þá virðist algengt að þau leggi
nnsrnikið fram, brúðgumar jafnan meira.26
Væri ekki hægt að ákvarða eignarhlut hjóna eftir samningi þeirra
eða fjárframlagi í upphafi, var meginreglan sú að hann ætti tvo þriðju
hltita en hún þriðjung. Þannig skiptist bú ef engir vottar að festamál-
uni liföu sem mundu þau (og bóndinn hafði átt mörk eða meira þegar
hjónaband hófst og það hafði staðið í þrjú ár skemmst; ekki er sagt
hvernig skyldi farið að ef þessum tveim viðbótarskilyrðum var ekki
fullnægt). Eins var fé lagt saman í bú ef hjón höfðu æxlað það úr
orbirgð, og loks ef aðeins annað hjóna átti fé en hitt var miklu meiri
urnsýslumaður um hag þeirra.27 Þessi þriðjungsregla kemur víðar
fram. Ef hjón önduðust bæði erlendis og vandamenn beggja komu að
saskja fé þeirra og vissu ekki í hvaða hlutföllum þau höfðu átt það, þá
attu frændur konu að flytja þriðjung fjárins heim en hinir tvo þriðju.28
^f griðfólk gekk í hjónaband og flutti saman átti það að vera að tveim
hlutum í hans vist en að einum í hennar.29 Það virðist þannig hafa
22. Crágds Ib (1852), 45-46. - Sbr. Grágás II (1879), 175.
‘3- Grágás Ib (1852), 43. - Sbr. Grágás II (1879), 171.
4- (slenzkarfomsögur. íslendinga sögur IX (1976), 197. (Skrá um atriðisorð u. Iielmingaifé-
^aS). - íslenzk fomrit V (1934), 114 (Laxdæla saga XL. kap.: helmingarfélag
skipveija). - íslenzk fomrit XII (1954), 9, 45 (Njáls saga II. og XIII. kap.).
tdrefna Róbertsdóttir: „Helmingarfélög hjóna“ (1986), 34.
Hrefna Róbertsdóttir: „Helmingarfélög hjóna“ (1986), 32-33, 39.
'• Grágás Ib (1852), 45-46; II (1879), 174-75.
Grágás Ia (1852), 240-41; II (1879), 91.
29- Grágás Ia (1852), 135.