Saga - 1986, Page 71
KENNINGIN UM FORNT KVENFRELSI
69
a’ að láta vistir endast til að framfleyta heimilisfólki. Óvíða kemur
þetta eins vel fram og í sögu af eyðslusömum og lengst af félitlum
Sturlungaaldarhöfðingja, Þorgilsi skarða. Þar segir til dæmis frá
kappanum Aroni Hjörleifssyni austur í Noregi:32 „Ragnhildr hét
kona Arons, ok var hon inn mesti öflunarmaðr, en hann eyddi eigi
seinna en hon aflaði.“ Síðar, þegar Þorgils var sestur að á Stað á
Snæfellsnesi, ókvæntur, segir frá ráðskonuleit hans. Til hans réðst
Þuríður Kolgrímsdóttir frá Bjarnarhöfn. „Ok er hon kom til Staðar,
tók hon þegar við búi. Var hon hæfilát ok sínk, en þó sæmðar-
Riaðr.“33 Hér má greina virðingu fyrir hinni forsjálu bústýru. Af
somu rót að einhverju leyti eru vafalaust runnin lofsyrði Páls sögu
biskups um Herdísi, konu Páls, sem Ólafía Einarsdóttir leggur mikið
UPP úr í grein sinni um húsmóðurvald.34 Að vísu grunar mig að
hlutur Herdísar sé gerður nokkru meiri og betri í sögunni vegna þess
að hún fél] sviplega frá á besta aldri, fórst á bát á leið yfir Þjórsá.35
^ngin ástæða er samt til að efa að myndarleg heimilisstjórn hafi aflað
konum virðingar. f samheitasafni Guðrúnar Kvaran, sem áður getur,
lútajákvæð orð um konur helst að bústjórn og hannyrðum.36
Réttleysi kvenna kom ekki heldur í veg fyrir að konur sýndu
tUannlega reisn sem einstöku sinnum verður söguefni, jafnvel í
karlmannasögum eins og Sturlungu. Helgi Hjörvar samdi einu sinni
skemmtilegt kver um eftirminnilegar Sturlungaaldarkonur.37 Hann
^allar þó ekki um þá sem hlaut mesta viðurkenningu karlasamfélags-
lns» Steinvöru Sighvatsdóttur á Keldum. Henni og biskupnum í
Skálholti var falið að gera um mál á milli Þórðar kakala, bróður
kennar, og sunnlenskra bænda. En um það sem þau biskup og
^teinvör yrðu ekki ásátt um átti Steinvör að gera ein. Ekki kemur
Ram að til þess hafi komið, heldur segir sagan að þau hafi lokið upp
8crðum.38 Það hefur tvímælalaust verið virðulegt hlutverk að vera
Serðarmaður í málum höfðingja. En til þeirrar virðingar reis Steinvör
^2- Sturlunga saga (1946) II, 112.
3- Sturlunga saga (1946) II, 152.
4- Ólafía Einarsdóttir: „Om húsfreyjamyndighed“ (1985), 81.
5- Byskupa sögur 2. hæfte (1978), 424-25.
Guðrún Kvaran: „Islensk samheiti um konur“ (1985), 21.
Helgi Hjörvar: Konur á Sturlungaöld (1967).
8- Sturlunga saga (1946) II, 17-18.