Saga - 1986, Page 87
ÓVELKOMIN BÖRN?
85
Mödrene i Island deres Börn at die, undtagen 1, 2 til 3 Dage.
Der holdes og aldrig Ammer til dem. Det er aleene Nöden,
som tvinger de fattigste Koner i Fiskeleierne til at holde længer
ved...9
Öm börn á Vestfjörðum segja þeir Eggert og Bjarni að þau séu ekki
höfð á brjósti en þess voru þó dæmi árið 1778 skv. annarri heimild.10 í
heimild frá árinu 1772 segir að börnin séu aldrei á brjósti 11 og í
heimild frá árinu 1800 segir að fáar konur leggi börn á brjóst og þá
helst þær sem eigi heima við sjóinn.12 Af öðrum heimildum, td.
°fangreindum vitnisburði Eggerts og Bjarna, má sjá að þessar fáu
konur hafi verið þær sem sátu í þurrabúðum og ekki áttu nýmjólk.
Aðrar konur munu allar að kalla hafa gefið börnum kúamjólk ein-
göngu þegar komið var fram um 1800.
Svo er að sjá að sá siður, sem hér er lýst, að forðast brjóstagjöf, hafi
fyrst farið að vera almennur á s.hl. 18. aldar. Johann Anderson segir
anð 1746 að íslenskar mæður hafi börn sín á brjósti í átta daga eða í
mesta lagi í hálfan mánuð.13 Hann lýsir þessu sem almennum sið en
annar útlendingur, Niels Horrebow, segir árið 1752 að þetta sé rangt og
0rðar það svo:
Dette forholder sig ikke saaledes; men hvem, som giver sit
Barn at Die, lader Barnet derved blive fuldkommen saalænge,
som hos os; andre derimod faae slet intet Mödrenes Bryste, og
disse ere de fleeste.14
9' Eggert OlafTsens og Bjarne Povclsens Reise igietmem Island I (1772) 334. Jónas
Jónasson frá Hrafnagili segir að böm hafi verið höfð á brjósti tvo til þtjá daga eða
allt að viku en nefnir ekki heimildir, fslenskir þjóðhættir (1934) 267.
D. Um Vestfirði segir: Ingen Börn gives her at die...“, sama rit 451. Þetta styöur ekki
þá skoðun að plágan síðari 1494-5 kunni að hafa valdið miklu um btjósteldisleysi
því að hún gekk ekki á Vestfjörðum. Bjöm Halldórsson segir reyndar í Atla frá 1778
að „nokkrar“ konur vestra hafi barn á bijósti. Rit Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal
(1983) 172.
B. Svo Pétur Thorstensen læknir í Kaupmannahöfn sem vafalítið tekur of djúpt í
árinni; eftir bók Árna Björnssonar: Merkisdagar á mannsævinni (1981) 40—41. Jón
Pétursson læknir segir árið 1774 „þau flestu ungbörn...eru nærð með kúamjólk
ondverðlega ævi sinnar“. Lækninga-bók (1834) 9.
Sigríður Örum yfirsetukona. Jón Sveinsson landlæknir segir líka „fáar konur“ árið
^98. Árni Bjömsson tilv. rit 41—2.
Anderson, Johann: Nachrichten von Island (1746) 117. Hann segir að hámarkið sé átta
dagar venjulega, en mest 14 dagar, sé barnið lasið.
Horrebow, Niels: Tilforladelige efterretninger om Island (1752) 283.