Saga - 1986, Page 89
ÓVELKOMIN BÖRN?
87
aíhygli að þessi regla virðist hvergi finnanleg í gerðum og handritum
Búalaga frá 15. og 16. öld, hún kemur fyrst inn á 17. öld.18
Bæta má og við að Þorlákur biskup Skúlason nefnir 1630 að ekkert
Se hagkvæmara brjóstabörnum kristninnar en mjólk lærdómsins í
fræðum Lúthers. Hér er brjóstabörnum bætt við mjólkurlíkingu Páls
postula.19
Þá má nefna að í lækningabókinni JS 423 8vo, sem eignuð er
Brynjólfi biskupi Sveinssyni (d. 1675) að hluta, er gengið að því vísu,
þar sem fjallað er um meðgöngu og fæðingu ofl., að konur gefi
hörnum brjóst (176, 184).
Sé það sem nú var rakið um líkindi til almennrar brjóstagjafar á 17.
öld borið saman við vitnisburði Horrebows, Andersons og einkan-
lega Eggerts og Bjarna, um að siðurinn hafi enn ekki verið aflagður
almennt um 1750, verður að teljast líklegt að gjöf brjóstamjólkur hafi
ekki verið fátíð á 17. öld. Ég tel því að brjóstaeldi hafi verið við lýði á
17. öld.20
c) Hví aflagt?
Eins og fram er komið er líklegt að brjóstagjöf hafi verið almenn á
slandi á miðöldum og etv. allt fram á 17. öld. Er því spurt hvað hafi
§erst á bilinu 1550—1800 sem olli að brjóstagjöf lagðist af. Þær
shýringar sem íslendingar gáfu sjálfir á því að konur gáfu ekki brjóst á
18. og 19. öld voru einkum tvær; annars vegar að vinnuálag hafi verið
°f mikið á konunum til að þær gætu haft börn á brjósti og hins vegar
að brjóstamjólk væri börnum ekki eins holl og kúamjólk. Höfundar
Setn Oallað hafa um málið á 20. öld hafa hafnað þessum skýringum,
tahð þær ófullnægjandi og leitað annarra sem ég mun skýra frá. En
a^ur en ég geri það vil ég taka fram að ég mun koma aftur að þessum
' (1915-33) XII, 153-4; XIV, 141-2; XV, 73-4; XVI, 680. Ákvæðið vantar
1 cldr> gerðir sbr. I, 299-300; Ila, 285-6; III, 114-15; IV, 542-3; V, 419-20; VI,
j 76~7; VII> 157-8; X, 84-5; XI, 400-401.
2q’ aúanmálsgrein 2.
Hér má bæta við að í skrifum sínum um framfærslu segir Sveinn Sölvason „þó skal
’ftóðurinni fylgja brjóstbarn“. Tyro juris (1754) 44.