Saga - 1986, Page 105
ÓVELKOMIN BÖRN?
103
óholl. Eins og fram hefur komið tel ég að ekki fái staðist að heilt
samfélag taki upp slíkt kaldlyndi í garð ungbarna.
Hugmyndin um að móðurmjólk sé eða geti verið óholl var auðsæi-
^ega algeng meðal íslenskra menntamanna á seinni hluta 18. aldar.
Sumir þeirra töldu, og þá í anda upplýsingar, að móðurmjólkin væri
hin náttúrulegasta næring ungbörnum en mæltu þó ekki með henni
skilyrðislaust. Jón Pétursson læknir ritaði um 1774:
Langt er frá því að ég ráði nokkurri móðir, sem sjálf ekki lifir
af sæmilega góðum og hollum mati, ellegar er ekki að öllu
leyti heilbrigð, að leggja börn sín á brjóst.1
Ólafur Stefánsson amtmaður ritaði 1787 að tros væri óhollt brjósta-
tnæðrum og ylli að mjólkin yrði óholl börnunum.2
Bjöm Halldórsson kenndi í Atla, sem kom út 1778, að mjólk
kvenna sem væru „ofsafullar í sinnisins hræringum" eða þá mjólk
þunglyndra og fúllyndra kvenna væri óholl en annars var hann
hlynntur brjóstagjöf.3
Hannes Finnsson vitnaði árið 1785 í erlenda lærdómsmenn um það
»að kúamjólk sé betri til barnaeldis en móðurmjólkin".4
Árið 1799 var þýtt á íslensku rit þýska læknisins B.C. Fausts,
endursamið af danska lækninum Johan Clemens Tode. Þar er einungis
Þeitn mæðrum ráðlagt að gefa brjóst sem séu
geðgóðar, glaðlyndar, hafa nóg viðurværi, lítið erfiði, gott
atlæti, og ekki misst kjark af ofmikillri barneign né
brjóstmylkingu, því allt kemur niður á börnunum, ef öðruvísi
er.5
Ptóðlegt er að bera þetta saman við ráðleggingar landlæknis, Jóns
^horstensens, frá 1846 um meðferð ungbarna; móðirin sem hefur
barn á brjósti skal forðast áreynslu og geðshræringu „því barnið sem
sVgur hana hefir illt af því“; hún má hafa sömu innanhússtörf og
Jón Pétursson tilv. rit 8.
ÓJlafur] S[tefánsson]: „Um Jafnvægi Biargrædis-veganna á Islandi". Rit Pess is-
lenzka Lœrdóms-tista Félags VII (1786(1787)) 143.
^ hjörn Halldórsson: Atli. í Rit Bjöms Halldórssonar í Sauðlauksdal (1983) 174.
H[annes] F[innsson]: „Um Barna-Dauda á Islandi." Rit Þess islenzka Lœrdóms-lista
Pélags V (1784(1785) 122-3. Eggert og Bjarni virðast hafa tvíbenta afstöðu til
btjóstamjólkur, eru hlynntir henni en telja jafnframt að kúamjólk sé hollasta fæðan
senr menn neyti og vilja að ungbörn séu vanin á hana (tilv. rit I, 335).
Faust, B.C.: Spurningaqver heilbrygdinnar (1803) 12.