Saga - 1986, Page 107
ÓVELKOMIN BÖRN?
105
lýst hvers sé að gæta þegar fóstra sé fengin til að gefa brjóst; hún á að
haffwe godhe sedher och ware dödhelygh so ath hwn icke
wordher snarlygh röyrth tiil hastygheyth, forfwldigheyt,
forty sodan stöcke er barneth skadelygth och gör ondh
melck...Item hwn skal edhe fersk osth, naturlygh ködmath
och melck och wogthe segh for storth arbeydhe.9
Þá kemur hér og fram sú trú að kynlíf spilli brjóstamjólk.10 Margs
annars er getið, sem gæta verði, eigi brjóstamjólk ekki að spillast, en
Þetta nægir til að sýna að hér koma fram sömu hugmyndir og hjá
Soranusi í Róm og íslenskum höfundum á seinni hluta 18. aldar.
Danska þýðingin var fyrst prentuð árið 1930 svo að hún mun ekki
hafa haft bein áhrif á íslandi. En vel er hugsanlegt að þýski, enski eða
latneski textinn hafi haft áhrif hér. Sá enski kom út fyrst 1540 en síðan
margoft og var kenndur við Raynalde. Svo er hugsanlegt að hug-
myndirnar hafi borist til íslands með öðrum hætti.
Daninn Henrik Smith (Smid) ritaði mikið um lækningar en ekki veit
eg hvort hann var undir áhrifum frá Rösslin í fjórða Urtagarði sínum
arið 1557 um „Kvindfolks og unge spædebörns sygdomme". Þar
hennir hann að blóð breytist í mjólk í brjóstum kvenna (21 v) og er
hlynntur brjóstagjöf. En hann segir að mjólkin geti orðið þykk og
v°nd afköldusótt, sem einkennist afof háum líkamshita. Smith lýsir
höldusótt annars staðar og skiptir í tegundir. Sumar koma víst
emkum af náttúru eða eðli manna, meðfæddum eiginleikum, sé rétt
skilið, en sú sem nefnist effimera kemur af hita eða kulda í andrúms-
lofti, af „heiturn" mat, sem hann nefnir svo, af sorg og andstreymi, af
rciði og annarri geðshræringu eða af mikilli hreyfingu og líkamlegu
erfiði. Hin þykka, vonda mjólk sem spilltist fyrir áhrif köldu gat
Valdið börnum svefnleysi (38 v), flogi (39 h-v), drepi (41 v), búk-
hhupi, blóðsótt (45 v) og gulusótt (52 v). Móðirin varð að vanda
mataræði sitt sérstaklega til að bæta vonda mjólk, sömuleiðis fasta,
láta taka sér blóð ofl.
Ekki kemur skýrt fram hvort móðirin þurfti sjálf alltaf að fá köldu
91 að mjólkin spilltist. En þegar sumum konum varð heitt eða þær
lfilu kynlífi, kom vond lykt af bijóstum þeirra að sögn Smiths sem
Kvinders rosengaard. II (Universitets-jubilæets danske samfund. Nr. 323 (1930))
'59-60, 162.
Satna rit 163.