Saga - 1986, Síða 108
106
HELGI ÞORLÁKSSON
nefnir ekki köldu í þessu sambandi (24 v). Og hann tekur fram að
konur, sem hafi nýlega fætt, fái iðulega köldusótt vegna þess að þær
hafi ekki tíðir (16 v). Blóðtöku telur hann því mikilvæga. Má álykta
af þessu að ekki hafi mikið þurft út af að bera skv. hugmyndum
Smiths til að brjóstamjólk spilltist og konum hefur verið vissara að
hafa hægt um sig, vildu þær gefa brjóst með árangri.11
Farið var að þýða rit Henriks Smiths á íslensku eigi síðar en um
1700 og þau gengu í handritum á íslandi á 18. og 19. öld.12 En
hugmyndirnar um óhollustu móðurmjólkur gátu auðvitað borist
með ýmsum öðrum hætti.
f bók sinni Anatomy of Melancholy, sem út kom árið 1621, segir
höfundur, Richard Burton, að fóstrur verði að velja vel til brjóstaeldis,
þær þurfi að vera alveg heilbrigðar og lausar við
if it be possible, all passions and perturbations of the mind as
sorrow, fear, grief, folly, melancholy. For such passions cor-
rupt the milk, and alter the temperature of the child, which
now being udum et molle lutum [moist and soft clay], is easily
seasoned and perverted.13
Hann mælir með að konur, sem ekki hafi þennan ljóð á ráði sínu, séu
valdar sem fóstrur til brjóstaeldis og séu teknar fram yfir sumar
mæður:
For why may not the mother be naught, a peevish, drunken
flirt, a waspish, choleric slut, a crazed piece, a fool (as many
mothers are), unsound, as soon as the nurse? ...and therefore,
11. Henrick Smids fierde Urtegaard (1577). Ljóspr.: Henrik Smiths lægehog I—VI (1976)-
Um köldu sjá Henrick Smids Lcegebog 1(1577) 162 v—. Sama ljóspr. Kalda cr
„koldesyge", flog er „den faldende sot“ og drep er „den hvide ild“.
12. Kristján Villadsson, prestur á Helgafelli, tók saman lækningabók 1593 og vísar þar
til Henriks Smiths (upplýsingar Jóns Steffensens, sbr. skrár Landsbókasafns og
handrit á Þjóðminjasafni). f handritinu ÍBR 53 8vo. er „Henricks Smids Þridiejurta
gardur“, þýöing frá uþb. 1700, eignuð sr. Vigfúsi Guðbrandssyni. Þorvaldur
Thoroddsen segir þýðinguna vera frá 1696 (Landfrœðissaga Islands II (1898) 58). f
Lbs. 482 4to er „Hid nitsamlegasta úr Henreks Smids fjórda urtagarde...fy°r
kvennfolk oc ung barna Siuk doma. 1698." Uppskrift frá 1832. Þá eru enn til finuu
handrit frá 18. og 19. öld með efni frá Henrik Smith. Ófáir hafa væntanlega att
prentaðar útgáfur, Bjarni Pálsson átti td. útgáfuna frá 1650, skv. upplýsingum J°IlS
Steffensens.
13. Burton, Robert: The Anatomy of Melancholy. I (1977) 332.