Saga - 1986, Page 124
122
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
unglingar voru þrælkaðir í sveitunum fyrir 50—60 árum, því að nú
eru allt aðrir tímar og hugsunarháttur manna mjög breyttur.“3 Hann-
es fordæmdi þessa vinnuhörku, taldi hana mannskemmandi, en þó
eðlilega afleiðingu þeirrar fátæktar sem almenningur bjó við. Vinnu-
þrælkun barna var ekki sprottin af mannvonsku heldur neyð. Vinnu-
framlag barnanna var nauðsyn í erfiðu brauðstriti, án þess hefði
fjölskyldan ekki getað séð sér farborða.
Samkvæmt þessu átti almenn vinna barna í sveitum sér efnahags-
legar forsendur fyrst og fremst. En fleiri skýringar má einnig finna. í
grein sinni „Um jafnvægi bjargræðisveganna á íslandi" setti Ólafur
Stefánsson, síðar stiftamtmaður, fram allt aðra skoðun á tilgangi
barnavinnunnar. Par bar hann saman uppeldi barna í sveitum og við
sjávarsíðuna. í þurrabúðum var ástandið slæmt, að hans mati. Flest
börn dóu þar ung, en „þótt einstaka barn, fyrir sérliga Guðs mildi, nái
í þeim lífi að halda, læra þau þó allfæst nokkuð verk að vinna. Sjálfir
foreldrarnir hafa ekkert handa á milli, að fráteknu því eina verki, er
liggur á húsbóndanum... “ Af þessu leiðir að „foreldrarnir og allur
hússkarinn má ganga ár út og ár inn iðjulaus." í sveitum var ástandið
annað og betra; þar „eru börn vanin strax frá unga aldri á gagnligt
erfiði, og langtum heldur á kristilegt siðferði; ... Þessi verða því á
sínum tíma það gagnligasta búanda fólk í landinu... “4 Fyrir Ólafi var
uppeldisgildi barnavinnunnar það sem máli skipti, en efnahagslegar
ástæður hennar nefnir hann ekki. Vinna barna var umfram allt verk-
og siðferðisnám og í þeim skilningi nauðsynlegur undirbúningur
undir alvöru lífsins.
Samkvæmt skoðun Ólafs var íjarri því að íslenskir bændur litu a
börn sín sem fjárfestingu. Þeim var fremur haldið að vinnu vegna
umhyggjusemi foreldranna en þörf fyrir vinnuafl þeirra. Hér langar
mig að kanna hvernig megi túlka vinnu barna í sveit og bæ. Má líta a
börn sem höfuðstól fátæklingsins, þ.e. ódýrt vinnuafl sem gat sparað
dýrt vinnuhjúahald? Eða var barnavinnan sprottin af öðru viðhorfi til
uppeldis en við eigum að venjast?
Tímabilið sem ég rannsaka miðast við síðari hluta 19. aldar.
Helgast sú afmörkun aðallega af heimildunum. Eitt erfiðasta vanda-
3. Hannes Þorsteinsson, „Æviágrip dr. Hannesar Þorsteinssonar þjóðskjalavarðar", 6-
4. Ólafur Stefánsson, „Umjafnvægi Biargrædis—veganna á fslandi", 145—149.