Saga - 1986, Page 129
BÖRN - HÖFUÐSTÓLL FÁTÆKLINGSINS?
127
Fyrsta vandamálið sem leysa þarf er þó að skýra hvað átt er við með
hugtakinu bernska.
Bernska
Engin einhlít skilgreining er til á hugtakinu.9 Sennilega gætu flestir
nútíma íslendingar sætt sig við lausn The Oxford English Dictionary en
þar er enska hugtakið childhood skilgreint sem „tíminn frá fæðingu til
^ynþroska".10 Þessa skilgreiningu er ekki fært að nota hér, einfaldlega
Vegna þess að heimildimar nefna aldrei hvenær kynþroska var náð.
Þess í stað verður hér miðað við ferminguna sem lok bernskunnar.
Fermingarathöfnin var stórviðburður í lífi barna á seinni hluta 19.
aldar og nálgast að geta talist vígsluathöfn (rite of passage). Þá yfirgaf
einstaklingurinn heim barnsins og komst í fullorðinna manna tölu.
»Eftir þessa fermingar-athöfn“, segir Tryggvi Jónsson í ævisögu
Slnni> „sem enn er föst siðvenja, — virðist mér svo, sem þessum ungu
°g fávísu manneskjum sé fleygt út í heiminn til að sjá fyrir sér sjálfum
••• 11 Jóhannes Jósefsson var sama sinnis: „Undir lok síðustu aldar
táknaði fermingin raunverulega breytingu á stöðu einstaklingsins í
samfélaginu. ...Fyrir hana taldist ég ómagi ... Eftir ferminguna voru
ttter ætluð arðbær störf eingöngu ...“12 Svipuð ummæli má finna
aftur og aftur í ævisögunum.13 Hér verður reglum samfélagsins fylgt
°g störf unnin fyrir fermingu flokkuð sem barnavinna, en vinna eldri
Unglinga ekki.14
9.
10.
11.
12.
13.
Revolution to World War II. “ í Behrman o.fl. ritstj. Fertility and Family Planning. A
World View. Þar telur Coale að minnkandi vinna bama vegna iðnvæðingar hafi
verið ein helsta orsök lækkandi fæðingartíðni í Evrópu á síðari öldum.
Loftur Guttormsson §allar ítarlega um þetta í Bemska, ungdómur og uppeldi á ein-
veldisöld. Tilraun til félagslegrar og lýðfrceðilegrar greiningar.
The Oxford English Dictionary. 2. bd., 343.
Tryggvi Jónsson, 27. Þegar vitnað er til ævisagna er einungis vísað í nafn sögu-
tt'anns. Nánari tilvísun má finna í heimildaskrá.
Jóhannes Jósefsson, 57.
?já t.d. Eiríkur Kristófersson, 53; Jón Kr. Lárusson, 32; Ólafía Jóhannsdóttir, 15;
Stefán Jóhann Stefánsson, 48; Sveinn Víkingur, 187—188 og Þorfinnur Kristjáns-
son, 44.
I4 p
t'ermingin fór oftast fram er börnin voru fullra 14 ára, og jafnvel fyrr í undantekn-
^ngartilfellum (þá þurfti leyfi biskups, sbr. Stefán Jóhann Stefánsson, 48, Magnús
Lriðriksson, 13. Sbr. Þorleifur Jónsson, 77).