Saga - 1986, Page 130
128
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
Sveitabamið
Vinna íslenskra sveitabama fylgdi fastbundinni hringrás, þar sem
hver árstíð átti sér ákveðin störf: Vorið var tími sauðburðar og
fráfærna, sumarið hjásetu og heyvinnu, haustið fjárrags og ullar-
vinnu, veturinn tími innivinnu og fjármennsku, og svo verferða þar
sem um slíkt var að ræða.
Flest börn í íslenskum sveitum hófu starfsævi sína á minni háttar
snúningum á heimilinu. Par var vitanlega um ótalmargt að ræða, sem
sparað gat fullorðnum sporin, rekstur úr túnum, matarsendingar á
engjar, kúarekstur o.s.frv. Fyrsta ábyrgðarstarf barna var þó í flestum
tilvikum að vaka yfir vellinum nokkrar nætur á vori eftir fráfærur.
Þessu starfi sinntu börn oftast frekar ung, eða frá 6—9 ára aldri. Ekki
var hér um beina erfiðisvinnu að ræða, en oft áttu ung börn þó fullt i
fangi með að halda sér vakandi heila nótt.15
Ef nokkurt starf getur með réttu nefnst barnavinna í sveitunum a
19. öld var það hjásetan. Hún var í því fólgin að gæta mjólkuránna
eftir fráfærur og smala þeim til kvía kvölds og morgna. Hófst
hjásetan strax eftir fráfærur sem voru seinast í júní víðast hvar.16
Fyrstu 2—3 vikurnar eftir fráfærur voru ærnar setnar allan daginn, en
er þær fóru að stillast og venjast lambleysinu var víðast látið nægja að
smala þeim kvölds og morgna.17
Við lestur ævisagnanna verða fljótt ljós þau áhrif sem hjásetan hafði
á sögumenn. Af sveitabörnunum 101 nefnir 71 beinlínis að hafa setið
hjá í bernsku. Langalgengast var að þau hæfu yfirsetu á aldrinum 8—
10 ára (sbr. línurit) og þá mjög gjarnan með eldri börnum í fyrstu.
Hjáseta og smalamennska var svo aðalstarf barnanna um sumar, alh
að fermingu, en fátítt var að þau ynnu við það lengur.18
15. Góð heimild um yfirsetu er bókin Vökuticetur eftir Eyjólf Guðmundsson, en þar lýsir
hann minningum sínum um vökunætur í bemsku af næmleik.
16. Fráfærur voru strax eftir Jónsmessu segir Jónas Jónasson frá Hrafnagili, ísletizkir
þjóðhœttir, 168, sbr. Böðvar Magnússon, 128 og Ámi Ólafsson, 33.
17. Sjá Sigurður Ingjaldsson, Jósef Björnsson, Einar Jónsson, Þorleifurjónsson, Valdi-
mar Erlendsson, Þorsteinn Kjarval, Ólína Jónsdótdr og Guðjón Jónsson. Sveinn
Víkingur segist þó hafa setið ær allt sumarið (sama gerðu þau Indriði og Sigríður i
Pilti og stúlku Jóns Thoroddsens).
18. Dæmi em um eldri smala, sbr. Jónas Þorbergsson, 61 (hann var smali til 21 árs
aldurs) og Jónas Jónasson, 147 (þar er nefnt dæmi um 18 ára smala).