Saga - 1986, Blaðsíða 132
130
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
burður og aðrir snúningar. En ef á heildina er litið virðist mér Ólöf
Sigurðardóttir frá Hlöðum ekki hafa verið neitt einsdæmi, en hún
segist hafa haft svo lítið að gera á vetrum að hún grét af leiðindum —
vann hún þó meira en flestir heimildarmannanna á sumrin.23
Ef litið er á vinnu barna í íslenskum sveitum á síðari hluta 19. aldar,
þ.e.a.s. eins og hún birtist í ævisögum, þá virðist íslenskum bömum
almennt ekki hafa verið þrælað út við vinnu á þeim tíma. Margir taka
fram að þeir hafi haft nægan tíma til leikja og þau störf sem börnin
unnu voru blönduð leikjum. Hjásetan, sem var starf barnsins öðrum
fremur, var fæstum erfið og gaf miklar frístundir. Á meðan ærnar
voru setnar gátu börnin leikið sér, lesið eða jafnvel sofið.24 í huga
margra hafa smalaárin öðlast einhvers konar dýrðarljóma, kannski
ekki síst vegna þess að hjásetan veitti börnunum visst næði og frelsi
undan hinum fullorðnu. Heimur smaladrengsins og -stúlkunnar var
þeirra eiginn, að minnsta kosti þar til þau komu heim og áttu að
standa skil á hjörðinni. í þessu efni, eins og alltaf þegar reynt er að
alhæfa um mannlega reynslu, voru þó margar undantekningar. Víða
var land erfitt til smalamennsku og þar vildi oft brenna við að ær
týndust. Öðrum leiddist líka smalamennska og vildu frekar vinna í
heyi, kannski af því að sumir kjósa fremur margmenni en einveru.
Veðurfar setti einnig mark sitt á hjásetu eins og aðra útivinnu.25 En
þrátt fyrir þessi dæmi virðast börn í íslenskum sveitum á síðari hluta
19. aldar hafa átt sína bernsku til fermingar, þótt hún hafi kannski
endað nokkuð snemma í samanburði við það sem nú tíðkast. Að
minnsta kosti gildir vart á þessum tíma að 8—10 ára börn væru sem
vinnuafl „raunverulega smávaxnir fullorðnir".26
Bæjarbarnið
íslenskir bæir voru harla ómerkileg fyrirbæri á síðari hluta 19. aldar.
Reykjavík, sem þó skar sig úr hvað stærð snerti, var varla nema
23. Ólöf Sigurðardóttir, 254.
24. Sjá t.d. Sveinn Víkingur, Guðjónjónsson, Jón H. Þorbergsson, Bjöm Eysteinsson,
Jósef Björnsson, Þórarinn Gr. Víkingur, Stefán Jóh. Stefánsson, Pétur Sigfússon,
Einar Jónsson, Valdimar Erlendsson, Sigríður Bjömsdóttir, Kristín Dahlstedt og
Friðrik Friðriksson.
25. Sbr. Bjöm Jóhannsson, Sveinn Víkingur og Valdimar Erlendsson.
26. Loftur Guttormsson, Bemska, utigdómur og uppeldi á einveldisöld, 198.