Saga - 1986, Page 134
132
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
eyri, en fluttist til Reykjavíkur sumarið 1865, aðallega til þess að
„koma ... börnunum til manns“ eins og Guðrún dóttir hans orðar
það.29 Par varð Jón lögregluþjónn og hafði ekki há laun, en hann
virðist þó hafa haft ríkan metnað fyrir hönd sona sinna. Finnur naut
góðrar einkakennslu sem barn og barnaskólinn þótti til dæmis ekki
nógu góður fyrir hann. Ungur segist Finnur hafa verið duglegur til
líkamlegrar vinnu, en launin notaði hann til að kaupa sér „ýmislegt
þarft, húu eða „danska“ skó. “30 Fyrsta vinnan var pakkhúsvinna fyrir
Fischer kaupmann. Reyndist það starf of erfitt svo hann vann þar ekki
nema einn dag. Ellefu eða tólf ára vann Finnur svo heilt sumar í
vegavinnu í Oskjuhlíð. Tólf eða þrettán ára vann hann í verslun Hatis
Robbs í Reykjavík, en næstu þrjú sumur í verslun Hannesar Johnsens,
afa Árna Thorsteinssonar.31 Jafnframt þessari vinnu bar Finnur út
blöð, Þjóðólf (í þrjú ár) fyrir Jón Guðmundsson og Baldur (eitt ár) fyrir
Jón Ólafsson. Finnur virðist vera fulltrúi fyrir reykvíska millistétt,
svo langt sem það hugtak nær. Efni á heimili hans voru lítil, en þó
tókst foður hans að mennta synina fjóra (dæturnar urðu þó að gefa
upp á bátinn alla sína drauma um menntun32). Launuð vinna barn-
anna hjálpaði fjölskyldunni til að ná því marki.
Bernska Ágústs Jósefssonar (f. 1874) var mjög ólík þeirra Árna og
Finns. Faðir hans var sjómaður, en hann lést þegar Ágúst var aðeins
fjögurra ára að aldri. Eftir það varð einstæð móðir hans að sjá fyrir
fjölskyldunni og var lífsbarátta þeirra hörð. Þegar Ágúst var mjög
ungur (hann getur ekki aldurs), söfnuðu hann og félagar hans spýtum
og kolamolum sem eldsneyti fyrir heimili sín. Níu ára varð Ágúst
sendisveinn hótels í Reykjavík og fékk mat að launum. Tíu ára gamall
sentist hann fyrir mektarmenn í bænum, en það ár gekk hann í skóla i
fyrsta og eina sinn. Greiddi hann fyrir skólagönguna með því að taka
þátt í affermingu strandaðs skips. Ellefta sumarið fór hann í sveit þat
29. Guðrún BorgQörð, 14.
30. Finnur Jónsson, 11.
31. Tímasetningar eru óljósar í ævisögu Finns og stangast reyndar á. Hann segist ha&
verið 13 ára sumarið sem hann vann hjá Robb, en síðasta sumarið af þremur hja
Johnsen hafi hins vegar verið 1873. Ef þetta stæðist hefði hann unnið í báðum
verslununum samtímis árið 1871.
32. Sbr. Guðrún BorgQörð, en móðir hennar treysti sér ekki til að senda hana 1
Kvennaskólann í einn vetur, þar sem hún var ómissandi á heimilinu. Guðrun
BorgQörð, 52—53.