Saga - 1986, Síða 138
136
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
segir Lárus í endurminningum sínum, og „þegar ég þroskaðist fann
ég betur, hvað hann vildi með sínu stranga uppeldi. Hann vildi gera
okkur sem sjálfstæðasta í lífsbaráttunni. Unglingurinn þarf sem mest
að bera ábyrgð á starfinu sjálfur og venjast vinnu snemma.“40 Vinn-
an, og þá einkum hjásetan, höfðaði til þessarar ábyrgðartilfinningar
hjá barninu. Stefáni Filippussyni var þetta svo minnisstætt að hann
mundi enn sem gamall maður þegar hann fékk í fyrsta sinn að hjálpa
til við fráfærur. „Póttist ég þá maður með mönnum, og þess vegna
hefir mér líklega orðið þetta svona minnisstætt. “41 Ábyrgðin gat
auðvitað verið þung fyrir ungt fólk, eins og Sigurbjörn Sveinsson
bendir á: „Enginn, sem ekki þekkir það af eigin reynslu, getur gert sér
í hugarlund, hve þung byrði hvílir á hjarta hins unga smaladrengs,
sem vill stunda verk sitt með dygð og trúmennsku. Enginn veit, hve
tár hans eru heit og beisk, þegar hann vantar eitthvað af ánum sínum,
þó ekki sé nema ein.“42 Sigurbjörn lýsir hér áreiðanlega eigin reynslu.
Og engin furða þó tárin væru beisk, týnd ær gat kostað harða refsingu
og oft langa leit fram á nótt.43 Engu að síður fannst mörgum síðar, að
hjásetan hefði verið þarfur undirbúningur fyrir lífið. Vigfús Guð-
mundsson segir að sér hafi „skilist það síðar, að gæsla kvíánna hafi
verið einhver hinn besti skóli á bernskuárunum. “44
En það var fleira en ábyrgðartilfinningin sem barnavinnan átti að
kenna. „Vinnan göfgar manninn", segir máltækið, en sá vísdómur
var áður, jafnt og nú, mörgu barninu hulinn. Jósef Björnsson var
sonur fátæks bónda í Borgarfirði. Rifjar hann upp í minningum
sínum þá tíð er hann sem ungur drengur fylgdi föður sínum og
bræðrum til sláttar. Bræðurnir voru heldur latir við vinnuna, en
faðirinn sló sleitulaust og af kappi. Skildi Jósef lítið í þessum vinnu-
áhuga, „þótti þetta ærið undarlegt og fráleitt, þó við síðar lærðum að
skilja það, að vinnugleði og vinnuáhugi er eitt af því, sem einna mesta
hamingju veitir í þessum tárafulla heimi.“45 Eitt af því sem bömum í
bændasamfélagi 19. aldar varð að skiljast var að vinnan var ekki ok
40. Lárus Bjömsson, 37.
41. Stefán Filippusson, 24—25, sbr. Ámi Óla, Lítill smali og hundurinn hans, 7.
42. Sigurbjöm Sveinsson, Bemskan. 1. bd., 102.
43. Sbr. Ólína Jónasdóttir, 44.
44. Vigfús Guðmundsson, 26.
45. Jósef Bjömsson, 13—14.