Saga - 1986, Page 141
BÖRN - HÖFUÐSTÓLL FÁTÆKLINGSINS?
139
frurnvarpi til laga um húsmenn, „fjöldi barna upp alinn í iðjuleysi og
°mennsku, sem leggur grundvöllinn til æfilangrar vesal-
ruennsku..."53 Jón landlæknir Hjaltalín hafði, í umræðum á alþingi
arið 1859 um tillögu að stofnun barnaskóla í Reykjavík, bent á þetta
satna. Iðjuleysi barna í sjávarplássunum kallaði á stofnun skóla, ekki
endilega til að kenna þar „svo mikið í bókum“, eins og hann orðaði
það, heldur „reglusemi, iðjusemi og hlýðni“, sem væri mjög ábóta-
vant hjá tómthúslýðnum í bænum.54
íslenskir búandmenn höfðu margir svipað álit á vinnu og iðjuleysi.
'iSamkvæmt lífsskoðun hans“, segir Valdimar J. Eylands um föður
S1nn, „var letin hin eina ófyrirgefanlega synd og móðir allra lasta. “55
Vinnan var lífgjafi samfélagsins, hún ein gat haldið mönnum frá því
að verða lífsins lystisemdum að bráð. Pessa köldu staðreynd urðu
börnin að læra. Til þess þurfti ekki skóla í sveitum, þar var „hjásetu-
starfið með allri þeirri ábyrgð sem því fylgdi mörgu þátíðarbarninu
gifturíkara veganesti í lífsbaráttunni, en hin ósveigjanlega skóla-
skylda...“56, eins og einn ævisöguritaranna komst að orði.
Til að skilja það ofurkapp sem lagt var á hlutverk vinnunnar í
uPpeldi barna á fyrri tíð verðum við að gera okkur grein fyrir þeim
bugmyndum sem þeirrar tíðar menn gerðu sér um einstaklinginn.
^arnavinnan var liður í þeim undirbúningi sem sérhver maður varð
að bljóta til að takast á við lífið, rétt eins og skólalærdómur okkar
öttia. Ef börnum væri ekki kennd vinnusemi, þá álitu menn að illa
blyti að fara fyrir þeim síðar. Hallgrímur biskup Sveinsson benti á
afleiðingar, sem að hans mati hlytust af slíku uppeldi: „... margur
er vesalnmgur alla sína tíð af því hann í æsku vantar sterka hvöt til
dugnaðar, iðjusemi, reglusemi og ráðdeildar. Mennirnir eru nú einu
Slnni ekki eins góðir og þeir ættu að vera, og verður því að gefa þeim
þessa hvöt. “57 í bændasamfélaginu var það hluti af skyldu foreldra að
junræta börnum sínum gildi reglusemi og vinnu. f því samfélagi var
amavinnan hið samræmda grunnskólanám sem lauk með fermingu í
Stað fullnaðarprófs.
C-3
• Alþingistíðindi (1887), C, 165.
■ Tíðindifiá Alþingi íslendinga 7 (Í859), 1037.
56 ^atct’marJ- Eylands, Úr Víðidal til Vesturheims, 17.
jý ®J°rgvin Guðmundsson, 76.
' A,þingistiðindi (1895), A, 319-320.