Saga - 1986, Page 150
148
KJARTAN ÓLAFSSON
afla sínum hér til verkunar. Þegar lögin frá 15. aprfl 1854, um frelsi til
verslunar við allar þjóðir, gengu í gildi 1. aprfl 1855, var þess hins
vegar ekki langt að bíða, að fram kæmu óskir erlendra aðila uffl
aðstöðu til fiskverkunar hér.
Það voru Frakkar, sem sumarið 1855 lögðu fram slíka beiðni. Ljóst
virðist, að hefðu áform þeirra náð fram að ganga, þá hefði þegar í stað
risið hér frönsk nýlenda, þar sem ætla má að fólksfjöldi að sumarlagi
hefði brátt orðið langtum meiri en í nokkrum íslenskum kaupstað, að
höfuðstaðnum Reykjavík meðtöldum.
Þann 20. júlí 1855 lá franska herskipið La Bayonnaise á Reykjavík-
urhöfn, en herskip fylgdi jafnan franska flotanum á íslandsmiðum-
Þennan dag settist B. Demas, yfirmaður freigátunnar, við skriftir og
ritaði erindi til Alþingis íslendinga, sem þetta sumar sat á rökstólum
frá 1. júlí til 9. ágúst.
Beðið um leyft til fiskþurrkunar við Dýraförð
Bréf hins franska flotaforingja til Alþingis var á þessa leið í þýðingu
Bjarna Johnsens, þáverandi rektors Lærða skólans í Reykjavík:
Kaupmönnum í Dunkerque, sem á ári hverju gjöra út til
fiskiveiða við strendur fslands 100 allt að 120 skip, hefur
komið saman um, að rita yfirmanni bæði herskipanna og
fiskiskipanna bónarbréf þess efnis, að þeir biðja hann að leita
allra upplýsinga í þessu efni. Þess vegna leyfir hann sér að bera
upp fyrir þingið þessar spurningar, er nú skal greina.
Mundu íslendingar eða fulltrúar þeirra samþykkja, að fiski-
verkunarstaða væri stofnuð við Dýrafjörð í ísaQarðarsýslu?
Með þessu fylgir:
a. Að reist verði þar íbúðarhús handa þeim mönnum, er þarf
til að verka fiskinn, á að giska 400 til 500 manns.
b. Að reist verði þar forðabúr eða geymsluhús, þar sem í verði
geymd matvæli, fiskur og salt.
c. Að reistir verði pallar og staurar, er naglar verði í reknir, til
að þenja út fiskinn á og þurrka hann.
Yfirmaðurinn hefur sjálfur komið á Dýrafjörð og sannf®rSt