Saga - 1986, Qupperneq 151
ÁFORM FRAKKA UM NÝLENDU VIÐ DÝRAFJÖRÐ
149
um, að þar er land nóg, ekki aðeins óyrkt, heldur og óyrkilegt,
til stofnunar þessari fiskiþurrkstöðu.
Hvað mundi hér um bil land það kosta, er til þessarar
stofnunar þyrfti, eða leiga þess verða um árið?
Við þá menn, sem á landi væru til að verka fiskinn og þurrka
og sömuleiðis skipverja hinna mörgu skipa, er þangað flyttu
fiskinn og þaðan aftur, verður hafður strangur agi, hinn sami
og sá, er hafður er á herskipum hans keisaralegu hátignar, og
mun eitt af þeim herskipum hafa alla ábyrgð á þeim og beina
umsjón yfir þeim og mun það liggja þar á firðinum frá þeim
degi að fiskþurrkunarmennirnir stíga á land og þangað til þeir
fara burtu aftur, og mun það sjá um, að lögum landsins sé í alla
staði fylgt og hlýtt.
Yfirmaðurinn heldur, að þess konar stofnun muni hljóta að
verða hagnaður fyrir íbúa þessa hluta íslands, bæði verða
peningar við það að berast inn í landið og verða þar, og þar
mun augljóslega verða óhult og hæg sala þess, er landið af sér
gefur, t.a.m. nauta, sauðfénaðar, o.s.frv. Ef eigendur stofnun-
arinnar geta fengið erfiðismenn af landsbúum, mundu þeir
geta fengið íbúum Dýrafjarðar og þar í grenndinni nokkum
starfa, og mundu þeir þá eigi flytja svo marga menn frá
Frakklandi sem annars þyrfti.
Að öðru leyti getur enginn betur um það dæmt en hinir
háttvirtu upplýstu fulltrúar íslendinga, er ég rita þetta bréf,
eftir bón hlutaðeigandi kaupmanna á Frakklandi, án þess ég
búist við nokkrum skuldbindandi ákvörðunum frá þeim í
þessu efni, hvaða hagnað getur af þessu leitt fyrir land það,
hvers mesta óhagræði það er, að það er svo lítt kunnugt og svo
lítið úr því gjört.
Það er langt síðan að kaupmenn í Dunkerque fóru að hugsa
um að koma á fót þess konar stofnun á íslandi, en með því að
fullkomið verslunarbann lá á landinu var það í augum uppi, að
þetta fyrirtæki ekki gat með nokkru móti heppnast. Nú stend-
ur allt öðru vísi á. ísland hefur, eins og öll önnur siðuð lönd,
fengið verslunarfrelsi við útlendar þjóðir, helstu tálmuninni er
rýmt á burtu.
Ef svarið upp á upplýsingar þær, er ég nú bið um, verður í vil,