Saga - 1986, Page 154
152
KJARTAN ÓLAFSSON
leyfi til að reisa fiskverkunarstöðina við Dýrafjörð, þá sé ætlunin að
þrefalda eða þar um bil fjölda hinna frönsku fiskiskipa hér.3
Á þessu má sjá, að fiskverkunarstöðinni í Dýrafirði hefur verið
ætlað að taka við afla af400 til 500 frönskum skútum með svo sem tíu
sjómönnum á hverju skipi. í bréfi Trampes stiftamtmanns, sem hér
var nú vitnað til, segir hann franska flotaforingjann telja þörf fyrir
búðir fyrir 600 manns í landi, enda þótt í erindinu til Alþingis hafi
verið talað um 400 til 500. Af öllu þessu er ljóst, að við fyrirhugaðan
útveg Frakka í Dýrafirði hafa átt að starfa samtals á sjó og landi
a.m.k. um 5000 manns. Parna er einnig rétt að telja með um 100
manna skipshöfn franska herskipsins, sem flotaforinginn fullyrti í
bréfi sínu til Alþingis, að ætti að liggja við á Dýrafirði.
í þeim miklu umræðum um DýraQarðarmálið, sem hér stóðu á
árunum 1855 til 1857, var því að vísu stundum haldið fram, að frönsk
skip á íslandsmiðum væru ekki aðeins 100 til 150 heldur 400 og að
ætlunin væri að fjölga þeim upp í 800 til 900, en heildartala skipverja
þá talin verða um 10.000.4 Fyrir slíkum tölum skortir samt fullan
rökstuðning, þó vel megi vera, að skútur Frakka hér við land hafi
verið fleiri og ráðagerðir þeirra gengið lengra en fram kemur í þvt
bréfi stiftamtmanns, sem hér var áður vitnað til. Bréf Trampes til
dönsku stjórnarinnar verður þó að svo stöddu að teljast trúverðugasta
heimildin um þetta.
En hvort heldur sem stefnt hefur verið að 5000 eða 10.000 manna
útgerðarstað frönskum í Dýrafirði, þá var hér um risafyrirtæki að
ræða á íslenskan mælikvarða um miðja 19. öld. Til samanburðar er
vert að hafa í huga, að á manntali þann 1. október 1855 voru íbúar
Reykjavíkur 1353, en Reykjavík var þá þegar orðin langfjölmennasti
kaupstaður landsins. f höfuðstað Vestfjarða, verslunarstaðnum á ísa-
firði, bjuggu þá 178 sálir, en í kirkjusóknunum Qórum í Dýrafirði var
mannfjöldinn alls 735 á 77 heimilum, þar af voru tvö heirnih a
Þingeyri.5 Af þessum tölum einum verður ljóst, hvílík viðbrigð'
óhjákvæmilega hefðu fylgt stofnun hinnar frönsku fiskinýlendu a
3. Þjskjs. Skjalasafn ísl. stjórnardeildarinnar í Kaupmannahöfn, bréf Trampes stift'
amtmanns 11. ág. 1855 til danska innanríkisráðuneytisins.
4. Kaupmannahafnarblaðið Fædrelandet 4. sept. 1856, „et andet bref fra Reykjavík >
síða 850. Pjóðóljur 1856 1. nóv., síða 1.
5. Manntal 1. okt. 1855.