Saga - 1986, Page 155
ÁFORM FRAKKA UM NÝLENDU VIÐ DÝRAFJÖRÐ
153
strönd Dýrafjarðar og stórkostlegust hefði umbreytingin orðið um
miðbik VestQarðakjálkans, það er í Dýrafirði og nálægum byggðum.
Alþingi vísar beiðninni til dönsku stjórnarinnar
Þótt yfirmaðurinn á frönsku freigátunni La Bayonnaise, sem lá á
Reykjavíkurhöfn í júlí 1855, gæti ekki sjálfur borið upp mál á Alþingi
íslendinga með formlegum hætti, þá varð sú hindrun ekki til trafala.
^egar bréf franska flotaforingjans, sem birt var hér að framan, kom til
utnræðu á Alþingi 25. júlí 1855, fimm dögum eftir að bréfið var
skrifað, þá hafði einn alþingismanna ritað neðan á bréfið: „Framan-
skrifað gjörir að sinni uppástungu Ó. Sívertsen. “6
Sá sem með þessum hætti greiddi erindi Frakka leið inn á Alþingi
var Ólafur Sívertsen, prófastur í Flatey og þingmaður Barðstrend-
lnga, einn mestur forgöngumaður Kollabúðafunda og stofnandi Flat-
eyjar framfarastiftunar. Hann var þá 65 ára gamall og hafði lengi verið
einn traustasti stuðningsmaður Jóns Sigurðssonar forseta, enjón kom
ekki til þessa þings. Þótt Ólafur Sívertsen gerðist með þessum hætti
Autningsmaður málsins á Alþingi, þá er ekki endilega ljóst að líta beri
a hann sem eindreginn stuðningsmann málaleitunarinnar. Franska
t>réfið, sem Ólafur skrifaði upp á, er fyrst og fremst fyrirspurn til
Alþingis og víst má hugsa sér, að prófasturinn í Flatey hafi talið rétt,
fyrirspurn þessi fengi að koma fram á Alþingi, án þess hann teldi
Þar með sjálfsagt að svara henni játandi.
Þau fáu orð, sem Ólafur Sívertsen mælti við umræðurnar á Al-
Þlngi, er hann hafði lesið þar upp bréf flotaforingjans, skera ekki úr
Una þetta. Það eina sem Ólafur sagði var:
Eins og þingmönnum er kunnugt þá er enginn þingmaður úr
ísafjarðarsýslu hér og því varð það mitt hlutfall að bera fram
þessa uppástungu, sem verið getur að sé ótímabær, en á
þessum stað þá ætla ég ei frekar að tala um hana. Ég er heldur
ekki kunnugur á Dýrafirði og einn meðal þingmanna þekkir
þar til betur en ég.7
Alþingistiðindi 1855, síða 495.
'• Sama.