Saga - 1986, Page 156
154
KJARTAN ÓLAFSSON
Frá því Ólafur Sívertsen lauk þessari stuttu ræðu er ekki vitað, að
hann hafi haft frekari afskipti af málinu.
Páll Melsteð, amtmaður í Vesturamtinu, var konungsfulltrúi á
Alþingi 1855. Hann ritar danska innanríkisráðuneytinu að þingi
loknu þá um sumarið og segir þá m.a., að þingforseti (séra Hannes
Stephensen á Ytra-Hólmi) hafi þann 24. júlí afhent sér erindi B.
Demas flotaforingja í staðfestri íslenskri þýðingu.8 í bréfi sínu segist
Páll Melsteð hafa ráðgast þá þegar við nokkra áhrifaríka alþingis-
menn, og þeir flestir lýst áhyggjum sínum vegna málsins.
Daginn eftir kom málaleitun Frakka til umræðu á Alþingi. Auk
Ólafs Sívertsens, er kynnti málið, tóku aðeins tveir menn til máls á
þingfundinum. Voru það konungsfulltrúinn, Páll Melsteð, og Jón
Guðmundsson, ritstjóri Þjóðólfs, sem var þingmaður Skaftfellinga-
Páll Melsteð benti fyrst á þann galla á
þessari uppástungu, að hún ekki er í löglegu formi, þvi
þingmaðurinn hefur ekki skrifað hana í sínu eigin nafni og sem
sína uppástungu, heldur segist hann gjöra annars manns skjal
að sinni uppástungu.9
Síðar í ræðu sinni sagði konungsfulltrúi:
En það er önnur og mikið verulegri ástæða hvers vegna þingið
hvorki á né má taka þetta mál til umræðu og meðhöndlunar.
Það er nefnilega þess eðlis, að um það hljóta að gjörast
samningar milli hinnar dönsku og frönsku stjórnar, og þess
konar mál geta því síður komið til umræðu á þvílíku ráðgjafar-
þingi sem þetta þing er, sem þau vanalega ei eru lögð fynr
löggjafarþing í öðrum löndum heldur ganga þau hinn svo-
nefnda „diplómatiska" veg milli stjórnanna. Og þar eð nu
umræður hér á þingi um þetta mál geta bakað hinni dönsku
stjórn þá erfiðleika, sem menn ei hér geta ímyndað sér eða
fyrirséð, þá ræð ég hinu heiðraða þingi til þess, án allrar
umræðu að vísa þessu máli frá sér.10
Páll Melsteð konungsfulltrúi lagði síðan fram frávísunartillögu a
þessa leið:
8. Þjskjs. Skjalasafn ísl. stjórnardeildarinnar í Kaupmannahöfn, bréf Páls Melsteðs,
konungsfulltrúa á Alþingi, dagsett 11. ág. 1855 til danska innanríkisráðuneytisins-
9. Alþitigistídindi 1855, síða 496.
10. Sama.