Saga - 1986, Blaðsíða 158
156
KJARTAN ÓLAFSSON
sem um skeið hafði borið nafnið Ile de France. Um 1830 hófst
nýlendusókn Frakka í Afríku, er þeir lögðu undir sig Algier, en það
var þó fyrst eftir 1870, sem nýlenduveldi Frakka í Afríku varð
verulegt.
Fiskveiðar í fjarlægum höfum höfðu Frakkar stundað öldum sam-
an. Strax á 17. öld stunduðu Frakkar bæði fiskveiðar og hvalveiðar á
íslandsmiðum. f Alþingisbókum íslands frá 1691 má sjá frásögn af því,
er franskir sjómenn frá Dunkerque fóru sumarið áður með skothríð
inn á Norðfjörð. Segir þar á þessa leið:
Um þann mann Sigurð Magnússon, sem með svörnum eiði
bevísanlega fram bar, að útlendir sjóreifarar (Dunkarkar kall-
aðir) hefðu í fyrra sumar frá sér sauð tekið, þá þeir með ofsa og
ógnarlegri skothríð inn á Norðfjörð komu, en aftur á land sett
einn snjáráttung og látið norskan mann segja sér hann fyrir
sauðinn að hafa, hvem kút Sigurður segist af sinni einfeldm
hafa að sér tekið og brúkað, meinandi ei mundi ófríhöndlun
álítast, þar frá honum var tekið en hinu aftur skilað.13
Þetta dæmi sýnir, að svona löngu fyrir bréfagerðir Demas flotafor-
ingja til Alþingis sumarið 1855, hafa Karkarar (svo voru sjómenn fra
Dunkerque oft kallaðir hér — innskot höf.) kunnað að koma sér t
viðskipti við fslendinga og fá sér sauð fyrir kút!
í Svarfaðardalsannál er sagt frá bardaga Frakka og Hollendinga
norður á Siglufirði árið 1675 og tekið fram, að í Fljótum hafi menn
orðið óttaslegnir mjög af skothríðinni, sem þessum bardaga fylgdi.
í sama annál er einnig frá því sagt, að árið 1695 hafi franskir
hvalveiðimenn elt hollenska duggu inn fyrir Reykjanes. Var þá >s
mikill um allan Faxaflóa og festu Frakkarnir skip sitt í ísnum. Gengu
þeir síðan 50 saman allt vestur í Tálknafjörð, en þar lá skip eitt, sem
þeir hugðu vera franskt hvalveiðiskip. Er þeir komu þar um borð eftir
langa og stranga göngu, reyndist skipið hins vegar vera hollenskt og
komst enginn hinna göngumóðu Fransmanna lífs af úr þeirri viður-
eign við Hollendinga, sem nú hófst á Tálknafirði.15
Ekki þarf fleiri vitna við til marks um fisk- og hvalveiðar Frakka
hér við land þegar á 17. öld. Veiðarnar við ísland voru hins vegar ekki
13. Alþingisbcekur íslands VIII., Reykjavík 1952, síða 316—317.
14. Jón J. Aðils: Einokunarverslun Dana á íslandi, Reykjavík 1971, síða 606.
15. Sama.