Saga - 1986, Page 160
158
KJARTAN ÓLAFSSON
einu úthafsveiðar Frakka. Meðan þeir áttu nýlendur vestanhafs munu
franskar skútur hafa stundað þar fiskveiðar af kappi, ekki síst á
Nýfundnalandsmiðum. Þarf ekki að efa, að meðan nýlenduveldi
Frakka í Kanada stóð með blóma hafi fiskimenn þeirra átt þess kost að
verka þar fisk sinn í landi.
I bréfi eftir ónafngreindan höfund, sem birtist í Kaupmannahafn-
arblaðinu Fcedrelandet 4. september 1856 og skrifað er frá Reykjavík,
segir í lauslegri þýðingu:
Við friðarsamningana í Utrecht hröktust Frakkar af Ný-
fundnalandsmiðum. Reyndu þeir þá að færa þorskveiðar sínar
á íslandsmið og viðhalda þannig úthafsveiðum sínum. í þessu
skyni hafa verið greidd sérstök verðlaun upp á milljónir franka
árlega, enda litið á þessa sjómennsku sem verklega þjálfun, er
komi franska sjóhernum að notum.16
Þarna kemur fram, að fiskveiðar Frakka hér við land hafa verið
ríkisstyrktur sjávarútvegur — eins og það heitir á nútímamáli — enda
litið á þær sem lið í þeirri sjómennskuþjálfun, er franski sjóherinn
þurfti á að halda. Fleiri heimildir staðfesta þetta.
Staðhæfingin um það, að Frakkar hafi misst rétt sinn til veiða a
Nýfundnalandsmiðum árið 1713, er hins vegar ekki alls kostar rétt. í
tímaritinu Skírni árið 1857 er upplýst, að þótt Frakkar hafi tapað
Nýfundnalandi í hendur Englendinga við friðarsamningana í Utrecht
árið 1713, þá hafi þeir samt haldið „fullkomnum einkarétti til veiða
þar allt til 1783, er sá réttur var skertur verulega."17 Þessar upplýsing-
ar úr Skírni koma heim við frásagnir alfræðirita um þróun réttarstöðu
Frakka á Nýfundnalandi og á Nýfundnalandsmiðum. Þótt Englend-
ingar fengju yfirráðin á Nýfundnalandi árið 1713, þá héldu Frakkar
ekki aðeins einkarétti sínum til fiskveiða við Nýfundnaland, heldur
einnig einkarétti til að þurrka fisk á um helmingi strandarinnar. Árið
1783 voru þessi réttindi hins vegar takmörkuð verulega, þó Frakkar
héldu nokkurri aðstöðu til fiskverkunar á Nýfundnalandi allt til ársins
1904.18
Á árum frönsku stjórnarbyltingarinnar og Napóleonsstyrjaldanna
16. Fcedrelandet 4. sept. 1856, síða 850.
17. Sktmir 1857, síða 120.
18. Salomonsens Konversations Leksikon XVII. bindi, síða 873—875, Kaupmannahöfa
1924.