Saga - 1986, Page 161
ÁFORM FRAKKA UM NÝLENDU VIÐ DÝRAFJÖRÐ 159
^ró mjög verulega úr fiskveiðum Frakka, en þegar þjóðlífið komst
aftur í fastari skorður jukust úthafsveiðarnar brátt á ný. Sú réttinda-
skerðing, sem Frakkar höfðu orðið fyrir á Nýfundnalandi árið 1783,
hvað snerti veiðar og vinnslu, varð þeim nú til baga og leiddi til
aukinnar sóknar franska fiskveiðiflotans á íslandsmið.
Athyglisvert er, að um svipað leyti og Frakkar reyndu að ná
fótfestu til fiskverkunar hér á landi, gerðu þeir einnig tilraun til að ná
Samningum við Breta um aukin réttindi til fiskverkunar á Nýfundna-
landi.
í Nýjutn félagsritum frá 1858 er sagt frá því, að í fyrstu hafi bresk
stJ°rnvöld samþykkt tilmæli Frakka þessa efnis, en málinu síðan verið
skotið til þings Nýfundnalands. Þar hafi tilmælum Frakka verið
hafnað og Viktoría Englandsdrottning þá afturkallað leyfið.19
Fyrst uar beðið um spítala
klér hefur nú um sinn verið gerð tilraun til að varpa nokkru ljósi á
s°gulegan bakgrunn þeirra áforma, sem Frakkar höfðu uppi á sjötta
aratug síðustu aldar um franska nýlendu og mikla fiskverkun á strönd
ýra^arðar. Um forsög u málsins verður ekki fjallað nánar hér nema
vað skylt er að geta um beiðni franskra stjórnvalda árið 1851, þar
‘‘Cni þess var farið á leit við dönsku stjórnina, að Frökkum yrði veitt
eimild til að reisa og reka hér á landi tvo franska spítala fyrir
sl0menn sína, annan á norðurströnd Dýrafjarðar, en hinn á Norð-
rói. Með bréfum dönsku stjórnarinnar frá 27. janúar 1851 var Páli
eisteð amtmanni og fleiri embættismönnum á íslandi greint frá
Pessum tilmælum Frakka og álits þeirra leitað.20
Helstu embættismenn á íslandi, þeir Trampe stiftamtmaður og
arntmennirnir Páll Melsteð og Pétur Havstein, mæltu allir gegn
eitingu slíkrar heimildar til Frakka. Trampe tók þó fram, að helst
fCt' komið til greina að reisa franskan spítala í Reykjavík — en þá
yrfti ^a að fá hingað 20 til 30 manna herflokk til að halda uppi röð
°g reglu.ai
19.
20.
21.
JVý félagsrit, 18. árg. 1858, síða 109.
^igsarkiv Kaupmannahöfn: Islands Copiebog 1851 — 1852, bréf númer 39, 40 og 41.
P)skjs. Skjalasafn ísl. stjómardeildarinnar í Kaupmannahöfn, bréf Trampes stift-