Saga - 1986, Page 162
160
KJARTAN ÓLAFSSON
í þessu spítalamáli gerði danska innanríkisráðuneytið afstöðu
Trampes að sinni. í bréfi innanríkisráðuneytisins til danska utanríkis-
ráðuneytisins 3. júlí 1851 er byggingu franskra spítala á Dýrafirði og
Norðfirði hafnað, en gefið undir fótinn með Reykjavík. Er í bréfinu
bent á, að biskupssetrið í Laugarnesi, sem nú standi autt, geti hentað
vel til þessara nota, ekki síst vegna hinna heitu lauga þar í grenndinni.
Athygli vekur, að í þessu bréfi danska ráðuneytisins er talað um, að
þetta verði herspítali — „et fremmed militairt Hospital".22
Enda þótt líta megi á þetta spítalamál frá 1851 sem undanfara
Dýrafjarðarmálsins frá 1855, verður spítalaþræðinum sleppt hér, en
þess í stað horfið á ný að framvindu Dýrafjarðarmálsins eftir þingslit i
Reykjavík, 9. ágúst 1855. Franskir spítalar voru ekki reistir hér fyrr en
nokkru síðar.
Trampe og Páll Melsteð lýsa andstöðu.
Óttast að íslendingar tapi Spánarmarkaðnum
og að sjávarútvegur okkar lamist
Þann 11. ágúst 1855, aðeins tveim dögum eftir slit Alþingis, ritaði
Trampe stiftamtmaður danska innanríkisráðuneytinu bréf. Þar grein-
ir hann allýtarlega frá erindrekstri franska flotaforingjans og frá eigin
viðhorfum, hvað varðar franska fiskverkunarstöð við Dýrafjörð.
í þessu bréfi segir stiftamtmaður fyrst frá samtali sínu við franska
flotaforingjann, þar sem fram kom, að ráðgert væri að þrefalda fjöld3
franskra fiskiskipa við ísland, ef heimild fengist til fiskverkunar við
Dýrafjörð. Fram kemur, að Demas flotaforingi hafi tilkynnt stiftarnt-
manni, að hann muni þá um sumarið fara vestur á Dýrafjörð í þvl
skyni að ljúka rannsóknum sínum þar. Trampe rekur í bréfi sinn
afgreiðslu Alþingis á erindi Frakka og skýrir frá því, að ætlun þeirra se
sú að verka á Dýrafirði saltfisk, sem síðan eigi aðallega að selja a
Spánarmarkaði. Vitnar Trampe í orð flotaforingjans um þetta.
amtmanns 13. maí 1851 til danska innanríkisráðuneytisins og bréf Páls Melsteðs
amtmanns 13. okt. 1851 til sama. Ennfremur bréf Péturs Havsteins amtmanns 31-
maí 1851 til sama.
22. Rigsarkiv Kaupmannahöfn: Islands Copiebog 1851—1852, bréf númer 406.
23. Þjskjs. Skjalasafn ísl. stjómardeildarinnar í Kaupmannahöfn, bréf Trampes stift
amtmanns 11. ág. 1855 til danska innanríkisráðuneytisins.